Borg fyrir fólk

Borgarsamfélagið okkar er fyrir alla. Við viljum að enginn sé skilinn eftir og hvetjum til samstöðu þegar erfiðleikar steðja að. Við erum svo lánsöm að tilheyra samfélagi þar sem við getum haft jákvæð áhrif á eigið líf og samborgara okkar. Lýðræðisleg vinnubrögð, skilningur á fjölbreytileika mannlífs og jöfn framsetning ólíkrar menningar eru allt lykilatriði í því að ná fram jöfnuði. Í margbreytileikanum felst mikill styrkur. Saman getum við unnið bug á fátækt, stuðlað að friði og tryggt jöfn lífsgæði fyrir alla, hvar í heiminum sem þeir búa. Að gera sér grein fyrir mikilvægi eigin velferðar og annarra er forsenda sjálfbærrar þróunar.
Heilsuborgin Reykjavík
Við viljum skapa heilsueflandi og öruggt samfélag, þar sem fólk á öllum æviskeiðum hefur jöfn tækifæri til að hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu.

Fjölbreytt menning, nám og nýsköpun
Samfélag og umhverfi Reykjavíkurborgar er uppspretta lærdóms allt æviskeiðið, þar sem fjölbreytt menning og nýsköpun gegna lykilhlutverki.

Jafnræði og velferð óháð bakgrunni
Fjölbreyttar raddir samfélagsins eiga skilið að heyrast og hafa vægi. Allir hafa rétt á öruggu húsnæði, framfærslu, og aðgengilegri þjónustu. Þá á öryggisnet á að grípa þau sem þess þurfa. Farið verður í uppbyggingu á búsetukjörnum og öðrum húsnæðisúrræðum á vegum húsnæðisfélaga og Félagsbústaða.