Heilsuborgin Reykjavík

Lýðheilsa

Við viljum skapa heilsu­efl­andi og öruggt samfélag, þar sem fólk á öllum æviskeiðum hefur jöfn tæki­færi til að hlúa að andlegri, líkam­legri og félags­legri heilsu. Lengi býr að fyrstu gerð, en aukin áhersla á vellíðan barna í daglegu lífi er mikil­vægur grunnur að virkri þátt­töku, aukinni færni og árangri. Hugað verður sérstak­lega að geðheil­brigði og andlegri líðan, og aukin áhersla lögð á forvarnir á öllum æviskeiðum.

Enn betri Laugardalur

Á komandi árum er mikil uppbygging fyrir­huguð í Laug­ardal. Á meðal helstu verk­efna eru endurupp­bygging Laug­ar­dals­laugar, nýtt Vísinda- og upplif­un­arsafn, viðbygging við Skauta­höllina, tenn­ishús og nýr gervi­grasvöllur.

Ný íþróttahús

Reykja­vík­ur­borg áform­ar að byggja íþrótta­mann­virki fyr­ir rúma 20 millj­arða króna á næstu 10 árum og er þar byggt á til­lög­um stýri­hóps um stefnu í íþrótta­mál­um sem verður höfð til hlið­sjón­ar við und­ir­bún­ing 10 ára fjár­fest­ingaráætl­un­ar Reykja­vík­ur­borg­ar.

Ný íþróttamið­stöð í Úlfarsárdal

Úlfarsár­dalur er stórt útivist­ar­svæði sunnan Úlfars­fells. Samnefnd íbúða­byggð liggur í norð­vest­ur­hluta dalsins en sunnan dalsins er Grafar­holt. Notkun svæð­isins til útivistar fer ört vaxandi, og mun aðsóknin aðeins aukast með tilkomu nýrrar og glæsi­legrar íþróttamið­stöðvar.

Endurbætt skíðasvæði

Skíða­svæði höfuð­borg­ar­svæð­isins eru vinsæll samkomu­staður yfir vetr­ar­mán­uðina. Nú hefur verið samþykkt að ráðast í endur­nýjun og uppsetn­ingu þriggja stóla­lyfta í Bláfjöllum og endur­nýjun stóla­lyftu í Skála­felli. Ennfremur verður settur upp búnaður til snjó­fram­leiðslu í Bláfjöllum. Samhliða þessum verk­efnum verður unnið að áfram­hald­andi uppbygg­ingu á skíða­göngu­svæði og bættum aðstæðum fyrir skíða­göngu­fólk.

Nýjar sundlaugar

Á komandi árum eru fyrir­hug­aðar fjár­fest­ingar á tveimur nýjum sund­laugum. Ein í Foss­vogi, í samstarfi við Kópa­vogsbæ og önnur við Ártúns­höfða sem áætlað er að verði stað­sett á lykil­stað með sjáv­ar­út­sýni.