Betri lýðheilsa

Íþróttahús

Reykja­vík­ur­borg áform­ar að byggja íþrótta­mann­virki fyr­ir rúma 20 millj­arða króna á næstu 10 árum og er þar byggt á til­lög­um stýri­hóps um stefnu í íþrótta­mál­um sem verður höfð til hlið­sjón­ar við und­ir­bún­ing 10 ára fjár­fest­ingaráætl­un­ar Reykja­vík­ur­borg­ar.

 

Dans- og fimleikahús í Efra-Breiðholti

Umhverfis- og skipu­lags­svið og íþrótta- og tómstunda­svið Reykja­vík­ur­borgar vinna að þarf­agrein­ingu fyr­ir dans- og fim­leika­hús í Efra-Breið­holti í sam­ráði við fim­leika­deild ÍR, dans­skóla með starf­semi í hverf­inu, fé­lög dans­ara og íbúaráð Breið­holts.

Betri fimleikaaðstaða fyrir Fylki

Íþrótta- og tómstunda­svið hefur til skoð­unar hugs­an­lega stækk­un fimleika­að­stöðu Fylkis í Norð­linga­holti.

Fjölnota knatthús hjá KR

Gengið verður til viðræðna við KR um bygg­ingu fjöl­nota knatt­húss á grund­velli fyrri vilja­yf­ir­lýs­ing­ar KR og borg­ar­inn­ar. Kann­aður verði vilji Seltjarn­ar­ness til sam­starfs um verk­efnið, sbr. sam­starf Reykja­vík­ur­borg­ar og Seltjarn­ar­ness um fim­leika­hús á Seltjarn­ar­nesi.

Hugmyndir um nýtt íþróttahús í Laugardal

Íþrótta- og tóm­stunda­svið, Íþrótta­banda­lag Reykja­vík­ur, skóla- og frí­stunda­svið, Knatt­spyrnu­fé­lag­ið Þróttur og Glímu­fé­lag­ið Ármann munu fara yfir fyr­ir­liggj­andi þarf­agrein­ingu og hug­mynd­ir um nýtt þrótta­hús í Laug­ar­dal.

Uppbygging hjá Fjölni í Grafarvogi

Skoð­aðir verði, með Fjölni og fleir­um, val­kost­ir varð­andi bætta aðstöðu vegna knatt­spyrnu­mála í Grafar­vogi.

Íþróttamannvirki hjá Val á Hlíðarenda

Gengið verður til viðræðna við Knatt­spyrnu­fé­lagið Val um hug­mynd­ir fé­lags­ins um frek­ari upp­bygg­ingu íþrótta­mann­virkja á svæði fé­lags­ins á Hlíðar­enda. Gerð verði ít­ar­leg þarf­agrein­ing, kostn­aðar- og rekstr­aráætl­un vegna hug­mynda um ný mann­virki.

Víkingur bjóði íþróttaiðkun í Safamýri

Ákveðið hef­ur verið að Knatt­spyrnu­fé­lagið Vík­ing­ur muni þjóna Safa­mýr­ar­hverf­inu með íþrótt­astarf þegar Knatt­spyrnu­fé­lagið Fram hef­ur flutt starf­semi sína í Úlfarsár­dal. Borg­ar­ráð leggur til að sam­hliða gerð þjón­ustu­samn­ings við Vík­ing vegna Safa­mýr­ar­svæðis­ins verði skoð­aðar hug­mynd­ir um end­ur­nýj­un og þróun íþrótta­mann­virkja í Vík­inni, sem og eign­ar­hald og rekst­ur þeirra mann­virkja.

Siglingaraðstaða í Fossvogi

Tekn­ar verði upp viðræður við Brokey og sett fram fram­tíðar­sýn um sigl­inga­að­stöðu í Foss­vogi og nýrri byggð í Skerjaf­irði.

Skautahöllin í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur

Gerð verði ábata­grein­ing á val­kost­um varð­andi áfram­hald­andi sam­starf við Íþrótta­banda­lag Reykja­vík­ur um rekst­ur Skauta­hall­ar­inn­ar og stækk­un henn­ar. Í kjöl­farið verði tek­in afstaða til mis­mun­andi leiða og frek­ari samn­inga við Íþrótta­banda­lag Reykja­vík­ur um áfram­hald­andi rekst­ur og stækk­un Skauta­hall­ar­inn­ar í Laug­ar­dal.

Tennishús í Laugardal

Skip­aður verði starfs­hóp­ur um yf­ir­ferð á fyr­ir­liggj­andi þarf­agrein­ingu vegna tenn­is­húss í Laug­ar­dal með full­trú­um Íþrótta­banda­lags Reykja­vík­ur, Tenn­is- og badm­int­on­fé­lags Reykja­vík­ur og tenn­is­fé­laga.