Íþróttamið­stöð Úlfarsárdal

Úlfarsár­dalur er stórt útivist­ar­svæði sunnan Úlfars­fells. Samnefnd íbúða­byggð liggur í norð­vest­ur­hluta dalsins en sunnan dalsins er Grafar­holt. Notkun svæð­isins til útivistar fer ört vaxandi, og mun aðsóknin aðeins aukast með tilkomu nýrrar og glæsi­legrar íþróttamið­stöðvar. Við hönnun er miðað við kröfur vegna BREEAM umhverf­is­vott­unar sem gefur kost á svokall­aðri grænni fjár­mögnun fram­kvæmd­anna með grænum skulda­bréfum.

Aðstaða

Íþróttamið­stöðin saman­stendur af fjöl­nota íþrótta­húsi, áhorf­enda­stúku fyrir aðal­leik­vang í knatt­spyrnu, útisund­laug og vatns­renni­braut, minni íþrótta­sölum, félags- og þjón­ustu­að­stöðu fyrir starfs­fólk, þjálfara og félags­menn, búnings­rýmum ásamt samkomusal og fundarað­stöðu. Íþrótta­mann­virkin munu þjóna félags­mönnum íþrótta­fé­lagsins Fram og íbúum Grafar­holts og Úlfarsár­dals. Íþrótta­salur ásamt fylg­i­rýmum verður nýttur af skólum í hverfinu.

Öll þjónusta í nærumhverfi

Íþróttamið­stöðin er aust­asti hluti bygg­inga við Úlfars­braut 122-126 í Úlfarsárdal. Í vestari hluta bygg­ing­anna eru leik- og grunn­skóli ásamt frístunda­mið­stöð, menn­ing­ar­mið­stöð og sund­laug sem nú eru ýmist full­byggð eða í uppbygg­ingu. Öll mann­virkin eru í miðjum Úlfarsárdal og liggja vel við nærliggj­andi byggð með góðum samgöngu­teng­ingum fyrir gang­andi, hjólandi og akandi.