Laug­ar­dalur

Laug­ar­dal­urinn er eitt vinsæl­asta útivist­ar­svæði Reyk­vík­inga enda einstak­lega heppi­legur fyrir útiveru, skjól­góður og gróð­ur­sæll með vel skipu­lagða göngu- og hjóla­stíga. Dalurinn er jafn­framt ein megin­mið­stöð íþrótta­iðk­unar í Reykjavík og er þar að finna Laug­ar­dals­höllina, Laug­ar­dalsvöllinn, Laug­ar­dals­laugina og Skauta­höll Reykja­víkur. Þá er Grasa­garður Reykja­víkur og Fjöl­skyldu- og Húsdýra­garð­urinn í Laug­ardal.

Enn betri Laugardalur

Á komandi árum er mikil uppbygging fyrir­huguð í Laug­ardal á sviði lýðheilsu. Til þess að móta ramma utan um verk­efnin er vinna hafin við heild­ar­end­ur­skoðun á skipu­lagi dalsins þar sem einnig verður farið yfir stöðu mann­virkja borg­ar­innar, viðhalds­þörf og mögu­legar nýfram­kvæmdir. Á meðal helstu verk­efna borg­ar­innar í Laug­ardal á komandi árum er endurupp­bygging Laug­ar­dals­laugar, nýtt Vísinda- og upplif­un­arsafn, viðbygging við Skauta­höllina, tenn­ishús og nýr gervi­grasvöllur.

Nýtt íþróttahús

Nýtt íþróttahús fyrir innií­þróttir mun rísa í Laug­ardal. Fyrstu skref verk­efn­isins eru að rýna fyrir­liggj­andi hugmyndir um nýtt íþróttahús í Laug­ardal með tilliti til notk­unar fyrir skóla, íþrótta­félög og almenning. Þá verða skoðuð samlegðaráhrif verk­efn­isins við hugmyndir um þjóðarí­þrótta­höll fyrir innií­þróttir í Laug­ardal.

Nýr þjóðarleikvangur

Árið 2018 skipuðu ríkið og Reykja­vík­ur­borg starfshóp til að fara yfir hugmyndir um þjóð­ar­leik­vang fyrir knatt­spyrnu. Á meðal tillagna starfs­hópsins var að stofnað yrði einka­hluta­félag um undir­búning verk­efn­isins og í fram­haldinu var einka­hluta­fé­lagið Þjóð­ar­leik­vangur ehf. stofnað. Tilgangur félagsins er að starfa að undir­bún­ingi að bygg­ingu þjóð­ar­leik­vangs í Laug­ardal, þ.á.m. standa að útboði, leggja til verk­efna­skipulag og fram­kvæmd, gera kostn­að­ar­áætlun og fylgja verk­efninu eftir þannig að það verði fram­kvæmt á sem hagkvæm­astan hátt.