Skíða­svæði

Sveit­ar­fé­lögin Reykja­vík­ur­borg, Mosfellsbær, Seltjarn­ar­nesbær, Kópa­vogsbær, Hafn­ar­fjarð­arbær og Garðabær, sem sameig­in­lega reka skíða­svæði höfuð­borg­ar­svæð­isins samþykktu árið 2018 áætlun um endur­nýjun á skíða­svæð­unum. Ráðist verður í endur­nýjun og uppsetn­ingu þriggja stóla­lyfta í Bláfjöllum og endur­nýjun stóla­lyftu í Skála­felli. Ennfremur verður settur upp búnaður til snjó­fram­leiðslu í Bláfjöllum. Samhliða þessum verk­efnum verður unnið að áfram­hald­andi uppbygg­ingu á skíða­göngu­svæði og bættum aðstæðum fyrir skíða­göngu­fólk.

Framtíðarsýn

Þessi verk­efni eru fyrri áfangi af tveimur við heild­ar­upp­bygg­ingu skíða­svæð­anna sem byggja á tillögu að fram­tíð­arsýn um uppbygg­ingu og rekstur þeirra til ársins 2030.

Bláfjöll og Skálafell

Í Bláfjöllum verða settar upp nýjar stóla­lyftur, Drottning og Gosi, og gerðar breyt­ingar og aðlag­anir á brautum og enda­stöðvum. Þá verður einnig sett upp notuð stóla­lyfta í Eldborg­argil og ný toglyfta út Kerl­ingadal. Í Skála­felli verður sett upp notuð stóla­lyfta og nauð­syn­legar breyt­ingar gerðar á aðstöðu við enda­stöðvar.

Snjóframleiðsla

Að öllu óbreyttu verður farið í 1. áfanga snjó­fram­leiðslu í Bláfjöllum; heimatorfan, Kóngsgil og Öxlin. 2. áfangi snjó­fram­leiðslu verður í Skála­felli eða suður­svæði í Bláfjöllum.

Skíðagönguleiðir

Unnið verður að áfram­hald­andi uppbygg­ingu á skíða­göngu­svæði með uppsetn­ingu snjógirð­inga, stika og merk­inga, auk þess sem annar áfangi snjó­fram­leiðslu nýtist til að treysta snjóalag á göngu­leiðum og lengja tíma­bilið fyrir göngu­skíða­fólk.