Sund­laugar

Í Reykjavík eru í dag sjö sund­laugar. Laug­arnar í Reykjavík hafa fjöl­þættu hlut­verki að gegna og eru ákjós­an­legar til heilsu­ræktar, slök­unar og leikja og mæta því mark­miðum að vera félagsleg, líkamleg og andleg heilsu­lind. Laug­arnar eru því meira en bara sund­laugar ætlaðar til íþrótta­iðk­unar heldur eru þær staður til að slaka á og njóta vellíð­unar.

Tvær nýjar sundlaugar

Á komandi árum eru fyrir­hug­aðar fjár­fest­ingar á tveimur nýjum sund­laugum. Ein sund­laug er fyrir­huguð í Foss­vogi í samstarfi við Kópa­vogsbæ. Unnið er að því að ákvarða hentuga stað­setn­ingu hennar. Við Ártúns­höfða er áætlað að sund­laug hverf­isins verði stað­sett á lykil­stað með sjáv­ar­út­sýni.

Sjóböð

Þar til viðbótar verða þróaðar fleiri stað­setn­ingar fyrir íbúa borg­ar­innar að komast í sjóböð. Þannig verða skoð­aðir mögu­leikar á ylströndum við Gufunes og Skarfa­bakka. Þá verður unnið að bættu aðgengi borg­arbúa að sjónum til þess að stunda ýmis konar haftengda útivist.