Sundlaugar
Í Reykjavík eru í dag sjö sundlaugar. Laugarnar í Reykjavík hafa fjölþættu hlutverki að gegna og eru ákjósanlegar til heilsuræktar, slökunar og leikja og mæta því markmiðum að vera félagsleg, líkamleg og andleg heilsulind. Laugarnar eru því meira en bara sundlaugar ætlaðar til íþróttaiðkunar heldur eru þær staður til að slaka á og njóta vellíðunar.
Tvær nýjar sundlaugar
Á komandi árum eru fyrirhugaðar fjárfestingar á tveimur nýjum sundlaugum. Ein sundlaug er fyrirhuguð í Fossvogi í samstarfi við Kópavogsbæ. Unnið er að því að ákvarða hentuga staðsetningu hennar. Við Ártúnshöfða er áætlað að sundlaug hverfisins verði staðsett á lykilstað með sjávarútsýni.

Sjóböð
Þar til viðbótar verða þróaðar fleiri staðsetningar fyrir íbúa borgarinnar að komast í sjóböð. Þannig verða skoðaðir möguleikar á ylströndum við Gufunes og Skarfabakka. Þá verður unnið að bættu aðgengi borgarbúa að sjónum til þess að stunda ýmis konar haftengda útivist.