Fjölbreytt menning, nám og nýsköpun

Menntun og menning

Samfélag og umhverfi Reykja­vík­ur­borgar er uppspretta lærdóms allt æviskeiðið, þar sem fjöl­breytt menning og nýsköpun gegna lykil­hlut­verki. Í skóla- og frístund­a­starfi borg­ar­innar er lögð áhersla á frum­kvæði, heilsu­sam­legan lífs­stíl, snjall­væð­ingu og gagn­rýna hugsun. Börnin eru hvött til að lesa sér til gagns og gamans, afla sér þekk­ingar og öðlast skilning á samfé­lagi og náttúru. Velferð­ar­þjón­usta á einnig að styðja við vöxt, nám og þroska sem stuðlar að jákvæðum breyt­ingum í lífi fólks.

Menning

Eitt af mark­miðum Græna plansins er að tryggja jöfn tæki­færi og aðgengi innan menn­ing­ar­starf­semi borg­ar­innar. Því verður ráðist í ýmsar endur­bætur á söfnum og menn­ing­ar­stofn­unum, aðgengi bætt, merk­ingar uppfærðar og hlúð að starf­semi.

Grunnskólar

Reykja­vík­ur­borg rekur 36 grunn­skóla og tvo sérskóla. Auk þess eru 6 sjálf­stætt starf­andi grunn­skólar í borg­inni. Alls stunda um 15.500 börn og unglingar nám í þessum skólum.

Í skóla­starfi er haft að leið­ar­ljósi að börnum líði vel, að þeim fari stöðugt fram og að þau öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf.

Leikskólar

Leik­skólar borg­ar­innar eru 64 en auk þeirra eru 17 sjálf­stætt starf­andi leik­skólar í borg­inni. Leik­skóla­börnin eru um 6.450.

Leik­skólinn er fyrsta skóla­stigið og þar læra börnin í gegnum leik allt milli himins og jarðar, ekki síst að vinna saman og bera virð­ingu fyrir fjöl­breyti­leik­anum.

 

Frístundastarf

Fimm frístunda­mið­stöðvar eru í hverfum borg­ar­innar þar sem óform­legt nám, forvarnir og félags­starf fyrir börn og unglinga er skipu­lagt. Á þeirra vegum eru rekin 37 frístunda­heimili og 24 félags­mið­stöðvar, þar af 4 sértækar félags­mið­stöðvar fyrir fötluð börn og unglinga. Reykja­vík­ur­borg rekur einnig 4 skóla­hljóm­sveitir með um 500 nemendum.