Jafnræði og velferð óháð bakgrunni

Samfélag fyrir alla

Fjöl­breyttar raddir samfé­lagsins eiga skilið að heyrast og hafa vægi. Allir hafa rétt á öruggu húsnæði, fram­færslu, og aðgengi­legri þjón­ustu. Þá á örygg­isnet á að grípa þau sem þess þurfa. Farið verður í uppbygg­ingu á búsetu­kjörnum og öðrum húsnæð­isúr­ræðum á vegum húsnæð­is­fé­laga og Félags­bú­staða. Unnið verður gegn sárri fátækt með mark­vissum og vald­efl­andi hætti. Allir eiga að geta fram­fleytt sér og fengið atvinnu eða staðið til boða viðeig­andi félags- eða fjár­hags­legur stuðn­ingur.

Engin skilin eftir

Til þess að markmið Græna plansins nái fram að ganga verður að leggja ríka áherslu á samfé­lags­lega þætti og tryggja að engin verði skilin eftir við uppbygg­inguna. Mark­viss undir­bún­ings­vinna er í gangi hvað varðar stefnu­mark­andi þætti og mótun aðgerða þegar kemur að samfé­lags­legum þáttum, eins og t.d. ný velferð­ar­stefna ásamt aðgerða­áætlun og aðgerða­áætlun gegn sára­fá­tækt. Markmið í efna­hags- og umhverf­is­málum þurfa einnig að taka samfé­lagið með í reikn­inginn og gæta þess að aðgengi að þeim tæki­færum sem sköpuð eru, verði fyrir alla.

Mikilvægi samstöðu

Borgin hvetur til samstöðu þegar erfið­leikar steðja að svo borgin verði sterkari á eftir sem samfélag. Til þess þarf að viðhafa lýðræð­isleg vinnu­brögð, hafa skilning á fjöl­breyti­leika mann­lífs og tryggja að fjöl­breyttri menn­ingu sé gert jafn hátt undir höfði. Í marg­breyti­leika felst styrkur sem getur unnið bug á fátækt, stuðlað að friði og tryggt lífs­skil­yrði og lífs­gæði fyrir alla hvar sem þeir búa. Að gera sér grein fyrir mikil­vægi eigin velferðar og annarra er forsenda sjálf­bærrar þróunar.

Öryggi, húsnæði, atvinna

Við höfum öll rétt á því að búa við öryggi, aðgengi að öruggu húsnæði og atvinnu. Tryggja þarf góð skil­yrði til að skapa nýjan grund­völl undir atvinnulíf og fjölgun starfa. Fjöl­skyldur gegna lykil­hlut­verki í uppeldi og velferð barna og Reykja­vík­ur­borg styður foreldra í því hlut­verki. Reykja­vík­ur­borg hefur frum­kvæði að samstarfi við hags­muna­aðila og aðrar stofn­anir og svið og deildir borg­ar­innar vinna saman sem ein heild.

 • Vinnum gegn sárri fátækt með markvissum og valdeflandi hætti.
 • Brúum bilið milli fæðingarorlofs foreldra og leikskólagöngu barns.
 • Tryggjum umönnun og stuðning við börn fjölskyldna í viðkvæmri stöðu strax í frumbernsku í samstarfi við heilsugæslu.
 • Byggjum húsnæði fyrir þau sem þurfa stuðning í samvinnu við húsnæðisfélög og Félagsbústaði.
 • Byggjum nýja búsetukjarna fyrir fatlað fólk og tryggjum viðhald á eldri kjörnum.
 • Aldraðir hafi húsnæði við hæfi, hvort sem það er með breytingu á eigin húsnæði, í samvinnu við húsnæðisfélög eða á annan hátt.

Fólk í fyrirrúmi

Við eigum öll skilið að vaxa, dafna og una okkur saman í lýðræð­is­legu samfé­lagi sem einkennist af mann­rétt­indum og virð­ingu fyrir fjöl­breyti­leika mann­lífs. Skóla-, frístunda-, íþrótta- og menn­ing­ar­starf­semi og velferð­ar­þjón­usta borg­ar­innar á að skapa öllum jöfn tæki­færi. Öll þjón­usta á að vera einföld, aðgengileg og skipu­lögð út frá þörfum notenda. Huga verður að okkar yngsta og elsta fólki, tryggja jafnan rétt allra til góðs lífs og leggja áherslu á að þau sem það vilja geti búið lengur á eigin heimili, sem eykur bæði lífs­gæði og virkni í samfé­laginu.

Samtal og þátttaka íbúa

Lykil­at­riði í heil­brigðu borg­ar­sam­fé­lagi er samtalið við borg­arbúa. Reykja­vík­ur­borg hefur á undan­förnum árum gefið borg­ur­unum ýmis tæki til að hafa áhrif á umhverfi sitt og með nýrri tækni verður hægt að þróa það áfram. Íbúar eiga að hafa tæki­færi til þess að vinna með borg­inni að bættum lífs­gæðum í umhverfi þeirra. Fjöl­breyttar raddir samfé­lagsins þurfa að heyrast og hafa vægi. Allir fái hvatn­ingu til að hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt og samfélag.

 • Markvissir lýðræðisferlar og virkt og reglulegt samtal við íbúa og hagsmunaaðila.
 • Stafræn umbreyting borgarinnar auðveldar aðgengi að upplýsingum til allra hópa og gefur þeim rödd.
 • Gagnvirkt samtal milli Reykjavíkurborgar og íbúa og þess sérstaklega gætt að ná til fólks með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn og viðkvæma og jaðarsetta hópa.
 • Tryggja aðgengi allra borgarbúa að kosningum m.t.t aðgengis og að efni sé auðskilið.
 • Sjálfseflingar-, félagsfærni- og lýðræðisverkefni í skóla- og frístundastarfi.