Drögum úr losun gróðurhúsalofttegunda

Aðgerðir í umhverf­is­málum

Grænni samgöngur, uppbygging á hringrás­ar­hag­kerfi og áhersla á vistvæn mann­virki verða í fyrir­rúmi í Græna planinu. Með nýsköpun að vopni stefnum við á að draga úr myndun úrgangs og losun vegna umferðar, efla staf­ræna þjón­ustu og vistvæn innkaup. Fjölgun vist­vott­aðra bygg­inga og þétting byggðar stuðla einnig að sjálf­bærum og heil­brigðum borg­ar­hverfum. Þar geta íbúar sótt verslun og grunn­þjón­ustu í nærum­hverfi sitt og þannig minnkað kolefn­is­fót­spor borg­ar­innar.

Minnkum úrgang og bætum endurvinnslu

Reykja­vík­ur­borg leggur ríka áhersla á að koma í veg fyrir að úrgangur myndist. Með því er dregið úr óþarfa orku- og auðlinda­notkun á sama tíma og kostn­aður við meðhöndlun úrgangs er lágmark­aður.

Kolefnisbinding og líffræðilegt fjölbreytni

Reykjavík stefnir að kolefn­is­hlut­leysi ekki síðar en árið 2040. Helsta áskor­unin við að ná því marki er að draga hratt úr losun gróð­ur­húsaloft­teg­unda. Á heimsvísu þarf losun að helm­ingast fram til ársins 2030 og helm­ingast aftur til 2040. Næsti áratugur þarf því að verða áratugur aðgerða í lofts­lags­málum.

Orkuskipti

Orku­skipti eru lykil­at­riði þegar kemur að því að draga úr losun gróð­ur­húsaloft­teg­unda. Í þeim felst að farið er mark­visst í aðgerðir sem auka hlut­fall endur­nýj­an­legra orku­gjafa, á kostnað eldri orku­gjafa sem menga meira. Einfalt dæmi um þetta væri að skipta úr bens­ínbíl yfir í rafmagnsbíl. Reykja­vík­ur­borg stefnir á kolefn­is­hlut­leysi ekki seinna en árið 2040, og því leggur græna planið mikla áherslu á orku­skipti í sinni aðgerða­áætlun.