Drögum úr losun gróðurhúsalofttegunda
Aðgerðir í umhverfismálum
Grænni samgöngur, uppbygging á hringrásarhagkerfi og áhersla á vistvæn mannvirki verða í fyrirrúmi í Græna planinu. Með nýsköpun að vopni stefnum við á að draga úr myndun úrgangs og losun vegna umferðar, efla stafræna þjónustu og vistvæn innkaup. Fjölgun vistvottaðra bygginga og þétting byggðar stuðla einnig að sjálfbærum og heilbrigðum borgarhverfum. Þar geta íbúar sótt verslun og grunnþjónustu í nærumhverfi sitt og þannig minnkað kolefnisfótspor borgarinnar.
Minnkum úrgang og bætum endurvinnslu
Reykjavíkurborg leggur ríka áhersla á að koma í veg fyrir að úrgangur myndist. Með því er dregið úr óþarfa orku- og auðlindanotkun á sama tíma og kostnaður við meðhöndlun úrgangs er lágmarkaður.

Kolefnisbinding og líffræðilegt fjölbreytni
Reykjavík stefnir að kolefnishlutleysi ekki síðar en árið 2040. Helsta áskorunin við að ná því marki er að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á heimsvísu þarf losun að helmingast fram til ársins 2030 og helmingast aftur til 2040. Næsti áratugur þarf því að verða áratugur aðgerða í loftslagsmálum.
Orkuskipti
Orkuskipti eru lykilatriði þegar kemur að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í þeim felst að farið er markvisst í aðgerðir sem auka hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa, á kostnað eldri orkugjafa sem menga meira. Einfalt dæmi um þetta væri að skipta úr bensínbíl yfir í rafmagnsbíl. Reykjavíkurborg stefnir á kolefnishlutleysi ekki seinna en árið 2040, og því leggur græna planið mikla áherslu á orkuskipti í sinni aðgerðaáætlun.
