Eflum græn svæði og kolefnisbindingu

Græn svæði

Græn svæði og tengsl við náttúru hafa umtals­verð jákvæð áhrif á andlega og líkam­lega heilsu fólks. Borgin mun bæði leggja áherslu á kolefn­is­bind­ingu, viðhald líffræði­legrar fjöl­breytni og að fegra græn svæði. Vist­vænar samgöngur á borð við Borg­ar­línu munu svo koma þér hratt og örugg­lega á milli staða.

Unnið verður með fyrir­tækjum sem borgin á aðild að og nágranna­sveita­fé­lögum við að greiða aðgengi borg­ar­anna að grænum svæðum í nágrenni þeirra.

Borgargarðar

Samfléttað við Græna planið mun borgin leggja áherslu á lýðheilsu­sjón­armið við þróun skipu­lags, m.a. að íbúar hafi gott aðgengi að grænum svæðum til þess að ástunda hreyf­ingu og njóta ábata af útiveru. Þar gegna borg­ar­garðar lykil­hlut­verki.

Græni trefillinn

Efla á útivist­ar­svæði í útjaðri borg­ar­innar svo íbúar njóti ábata af útiveru með auðveldum hætti.

Hverf­is­garðar og strand­svæði

Hverf­is­garðar eru minni græn svæði inni í miðri byggð. Þeir eru fjöl­margir í Reykjavík, flestir eru í eldri hluta borg­ar­innar, Miðborg og Vest­urbæ, en þó finnast hverf­is­garðar í flestum hverfum.