Hreyfing og útivera
Borgargarðar
Samfléttað við Græna planið mun borgin leggja áherslu á lýðheilsusjónarmið við þróun skipulags, m.a. að íbúar hafi gott aðgengi að grænum svæðum til þess að ástunda hreyfingu og njóta ábata af útiveru.
Perlufestin verður lögð um Öskjuhlíðina, en það er stígur um þetta vinsæla útivistarsvæði og hluti af verðlaunatillögu. Göngu- og hjólabrú yfir í Viðey er hluti af Aðalskipulagi Reykjavíkur. Einnig verður unið að uppbyggingu í Grasagarði Reykjavíkur og Hljómskálagarðurinn verður aðlagaður til að geta borið viðburði.
Borgargarðar
Borgargarðar eru stór græn svæði sem eru í lykilhlutverki sem útivistarsvæði í Reykjavík og setja mikinn svip á borgarlandið. Í flestum borgargörðum má finna sambland af upprunalegri náttúru og manngerðu umhverfi. Í Reykjavík má finna eftirfarandi borgargarða: Elliðaárdalur, Fossvogsdalur, Gufunes, Grafarvogur að Hólmsheiði, Hljómskálagarður, Tjörnin og Vatnsmýri, Klambratún, Laugardalur Laugarnes, Úlfarsárdalur, Öskjuhlíð
