Útivistarsvæði í útjaðri borgarinnar

Græni tref­illinn

Græni tref­illinn er viða­mikið svæði sem myndar samfellda umgjörð kringum borgina og skil­greinir mörk þétt­býlis og útmerkur. Í Græna trefl­inum er að finna sambland skóg­rækt­ar­svæða og ósnort­inna nátt­úru­svæða, einkum mólendis- og heiða­gróð­ur­lenda en einnig lífauð­ugra votlend­is­svæða.

Til Græna tref­ilsins í Reykjavík heyra meðal annars Rauð­hólar og Rauða­vatn, Hólms­heiði og Esju­hlíðar.

Efla á útivist­ar­svæði græna tref­ilsins svo íbúar njóti ábata af útiveru með auðveldum hætti.

Unnið verður að innleið­ingu ramma­skipu­lags Aust­ur­heiða.