Vaxandi borg

Í Reykjavík er kraft­mikið, samkeppn­is­hæft borg­ar­sam­félag og frjó­samur jarð­vegur fyrir skap­andi hugmyndir sem laðar fólk að til búsetu, heim­sókna og athafna. Borg sem setur grænan vöxt í forgang.

Græna planið leggur áherslu á að skapa fjölda starfa við uppbygg­ingu, nýsköpun og skap­andi verk­efni. Kraft­mikill grænn vöxtur, samkeppn­is­hæft borg­ar­sam­félag og frjó­samur jarð­vegur fyrir skap­andi hugmyndir laðar fólk að til búsetu, heim­sókna og athafna. Þannig tvinnum við saman efna­hags- og umhverf­isleg markmið, samfé­laginu öllu til heilla.

Helstu markmið í fjármálum, uppbyggingu og atvinnumálum í Reykjavík til 2030

Ábyrg fjármálastjórnun

Þétt og blönduð byggð

Ný atvinnutækifæri framtíðar

Gott umhverfi fyrir atvinnulíf og nýsköpun

Tvö þúsund nýjar íbúðir á ári

Kraft­mikil uppbygging með þétt­ingu byggðar er lykil­at­riði í Græna planinu. Þannig nást lofts­lags­markmið og áherslur borg­ar­innar í umhverf­is­málum auk þess sem öflug fjár­festing er það sem efna­hags­lífið þarf.

Vistvænar og fjölbreyttar samgöngur

Uppbygging á samgöngu­inn­viðum um alla borg mun skila sér í betri samgöngum fyrir alla. Lögð verður áhersla á bjóða fólki upp á fjöl­breyttari samgöngu­val­kosti með minna kolefn­is­fót­spori og hagkvæmni fyrir heim­ilin í huga.

Grænir þekkingarkjarnar

Borgin mun hafa frum­kvæði að þróun þekk­ing­ar­kjarna í Gufu­nesi og Vatns­mýri þar sem áhersla verður lögð á kvik­mynda­gerð, skap­andi greinar, lífvís­indi og hugbún­að­ar­þróun.

Fjölbreyttar þarfir kalla á nýjar, notendamiðaðar lausnir

Aðgengileg og notenda­miðuð þjón­usta eykur velferð og tryggir jöfn tæki­færi. Með því að auðvelda íbúum að taka virkan þátt, setja staf­rænar lausnir á borð við velferð­ar­tækni í forgrunn og leggja áherslu á jafn­ræði og velferð óháð bakgrunni tryggjum við að þjón­ustan byggi ekki á flokkun í sértæka hópa heldur lausnum út frá notenda­miðuðu sjón­ar­horni.