Vaxandi borg

Græna planið leggur áherslu á að skapa fjölda starfa við uppbyggingu, nýsköpun og skapandi verkefni. Kraftmikill grænn vöxtur, samkeppnishæft borgarsamfélag og frjósamur jarðvegur fyrir skapandi hugmyndir laðar fólk að til búsetu, heimsókna og athafna. Þannig tvinnum við saman efnahags- og umhverfisleg markmið, samfélaginu öllu til heilla.
Þúsund nýjar íbúðir á ári
Kraftmikil uppbygging með þéttingu byggðar er lykilatriði í Græna planinu. Þannig nást loftslagsmarkmið og áherslur borgarinnar í umhverfismálum auk þess sem öflug fjárfesting er það sem efnahagslífið þarf.

Vistvænar og fjölbreyttar samgöngur
Uppbygging á samgönguinnviðum um alla borg mun skila sér í betri samgöngum fyrir alla. Lögð verður áhersla á bjóða fólki upp á fjölbreyttari samgönguvalkosti með minna kolefnisfótspori og hagkvæmni fyrir heimilin í huga.
Grænir þekkingarkjarnar
Borgin mun hafa frumkvæði að þróun þekkingarkjarna í Gufunesi og Vatnsmýri þar sem áhersla verður lögð á kvikmyndagerð, skapandi greinar, lífvísindi og hugbúnaðarþróun.

Fjölbreyttar þarfir kalla á nýjar, notendamiðaðar lausnir
Aðgengileg og notendamiðuð þjónusta eykur velferð og tryggir jöfn tækifæri. Með því að auðvelda íbúum að taka virkan þátt, setja stafrænar lausnir á borð við velferðartækni í forgrunn og leggja áherslu á jafnræði og velferð óháð bakgrunni tryggjum við að þjónustan byggi ekki á flokkun í sértæka hópa heldur lausnum út frá notendamiðuðu sjónarhorni.