Þúsund nýjar íbúðir á ári

Græn íbúð­a­upp­bygging

Kraft­mikil uppbygging með þétt­ingu byggðar er lykil­at­riði í Græna planinu. Þannig nást lofts­lags­markmið og áherslur borg­ar­innar í umhverf­is­málum auk þess sem öflug fjár­festing er það sem efna­hags­lífið þarf. Nýjar íbúðir sem mæta þörfum íbúa í vaxandi borg verða byggðar í nálægð við þjón­ustu í göngu­fjar­lægð innan hverfa. Það er einnig markmið að íbúar geti sótt fjöl­breytta vinnu innan hverfa eða með öflugum almenn­ings­sam­göngum, en 80% uppbygg­ingar á að verða innan áhrifa­svæðis Borg­ar­línu.

Af hverju að þétta byggðina?

Reykjavík er að vaxa hraðar en áður í fjölda íbúða talið. Með því að þétta byggð styttum við vega­lengdir innan borg­ar­innar, styðjum við vist­vænar ferða­venjur, drögum úr losun CO2 og komum í veg fyrir rask á ósnort­inni náttúru í útjaðri byggðar. Á þessu nýja vaxt­ar­skeiði vex borgin inn á við og þróast þannig í þágu lofts­lags­mála, loft­gæða og lýðheilsu. Samhliða verða græn svæði borg­ar­innar og útivist­ar­svæði hennar efld enn frekar. Ný vistvæn íbúð­ar­byggð á eldri iðnað­ar­lóðum leiðir einnig til þess að hverfið fær grænna yfir­bragð.

Ártúnshöfðinn verður vistvæn íbúðabyggð

Eitt stærsta þróun­ar­svæði Reykja­víkur er Ártúns­höfði og Elliða­ár­vogur.  Áætlað er að í þessum nýja borg­ar­hluta sem er í mótun verði allt að átta þúsund íbúðir í full­byggðu hverfi í bland við þjón­ustu og aðra atvinnu­starf­semi.

Ekki bara pálmatré í Vogabyggð

Uppbygging í Voga­byggð er komin vel á veg og fyrstu íbúar eru fluttir inn. Á næstu árum byggist hverfið upp, en þar verða fimm uppbygg­ing­ar­reitir.