Vatnsmýri - 102 Reykjavík

Hlíðar­endi

Íbúar eru farnir að flytja inn í nýjar íbúðir á Hlíðar­enda í Vatns­mýri, en haustið 2020 var búið að selja ríflega 400 af um 740 íbúðum sem eru í bygg­ingu eða fyrir­hugað er að byggja. Flestar íbúð­irnar eru 2ja til 5 herbergja, í bland við stærri íbúðir á efri hæðum.

Við aðal­götur hverf­isins verður víða þjón­usta á jarð­hæðum og stefnt er að því að íbúar geti sótt alla nauð­syn­lega daglega verslun innan hverf­isins í fram­tíð­inni. Hlíðar­endi er í göngu­færi við miðborgina og marga stærstu vinnu­staði borg­ar­innar. Stutt er í göngu- og hjóla­stíga og útivistarperlur í Öskju­hlíð og Naut­hólsvík auk þess sem Borg­ar­línan mun liggja um svæðið.