Íbúar taka þátt með virku samráði

Hverf­is­skipulag

Öll gróin hverfi borg­ar­innar munu fá sérstakt hverf­is­skipulag þar sem m.a. er mótuð stefna um breyt­ingar á húsnæði, fjölgun íbúa, samgöngur, græn svæði og styrk­ingu versl­unar og þjón­ustu í hverf­unum. Mark­miðið er einnig að bæta og fegra borg­ar­um­hverfið og hvetja til heilsu­efl­andi og jákvæðra athafna. Jafn­framt er lögð áhersla á að færa mótun borg­ar­um­hverf­isins nær íbúum með virku samráði.

Hverju breytir hverfisskipulagið?

Með tilkomu hverf­is­skipu­lags verður mun einfaldara fyrir íbúa að gera breyt­ingar á fast­eignum sínum, s.s að byggja kvisti, svalir, viðbygg­ingar og fjölga íbúðum í þegar byggðum húsum.

Heim­ildir hverf­is­skipu­lagsins geta aukið framboð á litlum og meðal­stórum íbúðum í grónum hverfum og þannig bætt nýtingu ýmissa innviða, s.s. grunn- og leik­skóla.

Heim­ildir hverf­is­skipu­lags miða einnig að því að styrkja fjöl­breytta þjón­ustu og verslun í göngu­færi við íbúana sem hefur jákvæð áhrif á mannlíf og samgöngur innan hverf­anna.

Hvar les ég meira?

Hverf­is­skipu­lagið er með sérstaka vefsíðu – hverf­is­skipulag.is