Kirkjusandur
Þar sem áður voru verkstæði og geymslustæði fyrir strætó byggist upp fjölbreytt íbúðabyggð ásamt atvinnuhúsnæði. Rúmlega 350 íbúðir verða byggðar samkvæmt deiliskipulagi og gæti sú tala hækkað því gamla Íslandsbankahúsið hefur verið dæmt ónýtt og mun víkja. Þar verða væntanlega íbúðir að hluta.
Húsnæðisfélög sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða byggja fjölmargar íbúðir á svæðinu og útdeila þeim eftir sínum reglum. Bjarg íbúðafélag hefur þegar úthlutað nokkrum íbúðum og Brynja Hússjóður ÖBÍ mun einnig byggja á svæðinu.
Reykjavíkurborg tók þátt í skipulagi svæðisins og annast gatnagerð. Leikskóli verður byggður í hverfinu.
Gefandi að upplifa þegar fólk er komið í örugga höfn
Selma Unnsteinsdóttir verkefnastjóri hjá Bjargi íbúðafélagi segir öryggi um húsnæði skipta fólk miklu máli. Fyrstu íbúðirnar í Hallgerðargötu voru afhentar haustið 2020. Viðtal við Selmu birtist í blaði um uppbyggingu íbúða í borginni og Græna planið
Fjölbreytt hverfi byggist upp á Kirkjusandi

A – Hús Íslandsbanka, en það hefur verið dæmt ónýtt og mun víkja. Þar er gert ráð fyrir íbúðum að hluta.
B – Sjávarborg. Atvinnu- og þjónustuhúsnæði
C – Sólborg, 52 íbúða bygging á 2 – 6 hæðum
D – Stuðlaborg, 77 íbúða bygging á 5 – 7 hæðum
E – byggingarreitur fyrir 82 íbúða hús á fjórum hæðum. Á hluta jarðhæðar er gert ráð fyrir leikskóla.
F – byggingarreitur fyrir 30 íbúðir og atvinnuhúsnæði. Haustið 2020 voru til skoðunar óskir um breytingar á deiliskipulagi sem gæti breytt fjölda íbúða.
G og H – Við Hallgerðargötu verða 80 leiguíbúðir á vegum Bjargs íbúðafélags og Félagsbústaða.
I – byggingarreitur Brynju Hússjóðs ÖBÍ fyrir 42 íbúða fjölbýlishús.
Ljósmyndin er tekin haustið 2020. Sjá nánar í blaði um uppbyggingu íbúða
Önnur tengd verkefni
- Aðrar fjárfestingar í íbúðauppbyggingu Þétting byggðar og nýbyggingarhverfi
- Hverfisskipulag Íbúar taka þátt með virku samráði
- Brekknaás
- Sjómannaskólareitur Íbúabyggð og hverfisverndarsvæði
- Veðurstofureitur 250 íbúða byggð
- Efstaleiti (RÚV-reitur) Brátt fullbyggt hverfi
- Eggertsgata – Sturlugata Gönguleiðir og umhverfi
- Hlíðarendi Vatnsmýri - 102 Reykjavík
- Vesturbugt Einstök tenging við höfnina
- Sléttuvegur Sólríkt svæði og góðar tengingar við útivistarsvæði
- Reynisvatnsás og Grafarholt Nálægð við náttúru
- Úlfarsárdalur Sólríkar suðurhlíðar
- Norðlingaholt Gatnagerð og umhverfisfrágangur fyrir nýjar íbúðir
- Nýi-Skerjafjörður Miðborgarbyggð í mótun
- Vogabyggð Þægilega miðsvæðis og vel tengt hverfi