Sléttu­vegur

Nýjar íbúðir og hjúkr­un­ar­rými hafa risið á Sléttu­vegi. Í nágrenni við hjúkr­unar- og dval­ar­heimili verða upphit­aðar göngu­leiðir og vinnur Reykja­vík­ur­borg að frágangi göngu­leiða og umhverfis í takt við uppbygg­ingu hverf­isins og til teng­ingar við stíga­kerfi Foss­vogs­dalsins.

Huggulegt og lítill stofnanabragur

„Hér er mjög huggu­legt og lítill stofn­ana­bragur. Ég flutti inn fyrir um fjórum mánuðum en bjó áður ásamt systur minni í íbúð í Kópa­vogi. Núna búum við hér báðar, hún var svo heppin að fá leigu­íbúð sem er hluti af kjarn­anum og ég er hér á hjúkr­un­ar­heim­ilinu,“ segir Anne-Marie Markan íbúi í nýja hjúkr­un­ar­heim­ilinu við Sléttuveg í Foss­vogi.

Hjúkr­un­ar­heim­ilið er sambyggt við þjón­ustukjarnann Sléttuna þar sem eru matstofa, verslun, kaffihús, hágreiðslu­stofa, líkams­rækt og fóta­að­gerða­stofa. Í kjarn­anum er einnig starf-
rækt dagdvöl fyrir aldraða.  „Við lítum á þetta sem eina heild og kapp­kostum að gera dvölina hér ánægju­lega og inni­halds­ríka,“ segir Valgerður Guðbjörns­dóttir forstöðu­kona nýja hjúkr­un­ar­heim­ilins.

Sólinni er fagnað á Sléttuvegi

Myndin er tekin í sept­ember 2020