Sléttuvegur
Nýjar íbúðir og hjúkrunarrými hafa risið á Sléttuvegi. Í nágrenni við hjúkrunar- og dvalarheimili verða upphitaðar gönguleiðir og vinnur Reykjavíkurborg að frágangi gönguleiða og umhverfis í takt við uppbyggingu hverfisins og til tengingar við stígakerfi Fossvogsdalsins.
Huggulegt og lítill stofnanabragur

„Hér er mjög huggulegt og lítill stofnanabragur. Ég flutti inn fyrir um fjórum mánuðum en bjó áður ásamt systur minni í íbúð í Kópavogi. Núna búum við hér báðar, hún var svo heppin að fá leiguíbúð sem er hluti af kjarnanum og ég er hér á hjúkrunarheimilinu,“ segir Anne-Marie Markan íbúi í nýja hjúkrunarheimilinu við Sléttuveg í Fossvogi.
Hjúkrunarheimilið er sambyggt við þjónustukjarnann Sléttuna þar sem eru matstofa, verslun, kaffihús, hágreiðslustofa, líkamsrækt og fótaaðgerðastofa. Í kjarnanum er einnig starf-
rækt dagdvöl fyrir aldraða. „Við lítum á þetta sem eina heild og kappkostum að gera dvölina hér ánægjulega og innihaldsríka,“ segir Valgerður Guðbjörnsdóttir forstöðukona nýja hjúkrunarheimilins.
Sólinni er fagnað á Sléttuvegi
Myndin er tekin í september 2020

Önnur tengd verkefni
- Aðrar fjárfestingar í íbúðauppbyggingu Þétting byggðar og nýbyggingarhverfi
- Hverfisskipulag Íbúar taka þátt með virku samráði
- Brekknaás
- Sjómannaskólareitur Íbúabyggð og hverfisverndarsvæði
- Veðurstofureitur 250 íbúða byggð
- Efstaleiti (RÚV-reitur) Brátt fullbyggt hverfi
- Eggertsgata – Sturlugata Gönguleiðir og umhverfi
- Kirkjusandur Fjölbreytt íbúðahverfi þar sem áður voru verkstæði
- Hlíðarendi Vatnsmýri - 102 Reykjavík
- Vesturbugt Einstök tenging við höfnina
- Reynisvatnsás og Grafarholt Nálægð við náttúru
- Úlfarsárdalur Sólríkar suðurhlíðar
- Norðlingaholt Gatnagerð og umhverfisfrágangur fyrir nýjar íbúðir
- Nýi-Skerjafjörður Miðborgarbyggð í mótun
- Vogabyggð Þægilega miðsvæðis og vel tengt hverfi