Vest­ur­bugt

Í Vest­ur­bugt við gömlu höfnina er fyrir­huguð uppbygging nær 200 íbúða ásamt versl­unar- og þjón­ustu­hús­næði. Mögu­legt er að fram­kvæmdir hefjist vorið 2021 að sögn Jónasar Þórs Þorvalds­sonar, fram­kvæmda­stjóri Kaldalóns fast­eigna­þró­un­ar­fé­lags.

Reykja­vík­ur­borg bauð á sínum tíma áhuga­sömum aðilum að taka þátt í forvali og samkeppnisvið­ræðum vegna bygg­ing­ar­réttar og uppbygg­ingar á lóðum 03 og 04 við Hlés­götu í Vest­ur­bugt. Skrifað var undir samn­inga vorið 2017. Samkvæmt samn­ingum fær borgin hluta íbúð­ar­hús­næðis til útdeil­ingar.