Voga­byggð

Á einum veður­sæl­asta reit borg­ar­innar er verið að umbreyta iðnað­ar­hverfi í íbúða­byggð. Mögu­legt er að þar verði allt að 1.900 íbúðir.

Borg­ar­línu­stöð verður í hverfinu og leik- og grunn­skóli verða á svæðinu við smábáta­höfnina, en göngu­brýr verða þar yfir frá íbúða­byggð­inni.

Í Voga­byggð I á Gelgju­tanga er hafin bygging á 74 af tæplega 400 íbúðum og Voga­byggð II er þegar lokið uppbygg­ingu 46 íbúða við Trilluvog og Kuggavog. Búið er að selja allar íbúð­irnar og flutt inn í flestar þeirra. Þá eru fram­kvæmdir í gangi við vel á þriðja hundrað íbúðir á þeim reit.

Hverfið er þægilega miðsvæðis og mikil áhersla lögð á gangandi og hjólandi

Sóldís Guðbjörg Ólafs­dóttir er flutt í nýja íbúð við Trilluvog og hún segir að stað­setn­ingin hafi ráðið miklu fyrir val hennar. Hún er ánægð með hve mikil áhersla er lögð á gang­andi og hjólandi vegfar­endur og svo er Borg­ar­línan að koma.

Uppbyggingarsvæðin í Vogabyggð

Voga­byggð er skipt upp í fimm uppbygg­ing­ar­reiti sem eru komnir mislangt í uppbygg­ingu.  Í gild­andi aðal­skipu­lagi eru 1.300 íbúðir en með uppbygg­ing­ar­mögu­leikum syðst í hverfinu (Voga­byggð iV), næst fyrir­hug­aðri Borg­ar­línu­stöð og vegna áforma um stokk á Sæbraut verður vænt­an­lega hægt að byggja fleiri íbúðir á svæðinu.

Vogabyggð III

Unnið er að deili­skipu­lagi fyrir Voga­byggð III þar sem saga og sérkenni reitsins verða leið­ar­ljós með fjöl­breyttum valmögu­leikum fyrir lóðar­hafa. Á svæðinu verður blandað saman atvinnu­starf­semi og íbúðum. Kænu­vogur yrði vist­gata þar sem fólk og gróður fá forgang.
Skoða kynn­ingu sem lóðar­höfum og öðrum áhuga­sömum var boðið til.