Vistvænar og fjölbreyttar samgöngur

Grænar samgöngur

Uppbygging á samgöngu­inn­viðum um alla borg mun skila sér í betri samgöngum fyrir alla. Lögð verður áhersla á bjóða fólki upp á fjöl­breyttari samgöngu­val­kosti með minna kolefn­is­fót­spori og hagkvæmni fyrir heim­ilin í huga. Stærstu uppbygg­ing­ar­svæði borg­ar­innar verða tengd með Borg­ar­línu og hjóla­stígum auk þess sem bíllausar samgöngur innan hverfa verða bættar til þess að bæta umferð og lífs­gæði innan hverf­anna.

Borgarlínan

Borg­ar­línan er vist­vænt hrað­vagna­kerfi sem ekur að mestu á sérak­reinum og kemst þannig tafar­laust milli helstu kjarna borg­ar­innar.

Hvað felst í Samgöngusáttmála?

Ríkið og sveit­ar­fé­lögin á höfð­uð­borg­ar­svæðinu vilja stór­efla vist­vænar samgöngur.

Hvað vinnst með því að setja Miklubraut í stokk?

Með því að setja Miklu­braut í stokk opnast nýir mögu­leikar. Á yfir­borðinu verður rólegt og mann­eskju­legt götu­rými sem styður við vist­væna samgöngu­máta, Borg­ar­línuna og gang­andi og hjólandi umferð. Mikla­brautin fær á sig skemmti­lega borg­ar­mynd og lífs­gæði íbúa aukast veru­lega með bættum loft­gæðum og vist­legra umhverfi.

Sæbraut í stokk

Með því að setja hluta Sæbrautar í stokk batna lífs­gæði í Voga­byggð en þar er að vaxa upp fjöl­breytt hverfi með íbúðum og atvinnu­starf­semi í göngu­fjar­lægð.

Hjólaborgin Reykjavík

Reykjavík vill verða hjóla­borg á heims­mæli­kvarða. Ný hjól­reiða­áætl­un leggjur línurnar og gerð heild­stæðs hjóla­stíga­kerfis fyrir höfuð­borg­ar­svæðið er hafið í samvinnu við ríkið og sveit­ar­félög á höfuð­borg­ar­svæðinu.