Vistvænar og fjölbreyttar samgöngur
Vistvænar og fjölbreyttar
Uppbygging á samgönguinnviðum um alla borg mun skila sér í betri samgöngum fyrir alla. Lögð verður áhersla á bjóða fólki upp á fjölbreyttari samgönguvalkosti með minna kolefnisfótspori og hagkvæmni fyrir heimilin í huga. Stærstu uppbyggingarsvæði borgarinnar verða tengd með Borgarlínu og hjólastígum auk þess sem bíllausar samgöngur innan hverfa verða bættar til þess að bæta umferð og lífsgæði innan hverfanna.
Borgarlínan
Borgarlínan er vistvænt hraðvagnakerfi sem ekur að mestu á sérakreinum og kemst þannig tafarlaust milli helstu kjarna borgarinnar.

Hvað felst í Samgöngusáttmála?

Ríkið og sveitarfélögin á höfðuðborgarsvæðinu vilja stórefla vistvænar samgöngur.
Hvað vinnst með því að setja Miklubraut í stokk?
Með því að setja Miklubraut í stokk opnast nýir möguleikar. Á yfirborðinu verður rólegt og manneskjulegt göturými sem styður við vistvæna samgöngumáta, Borgarlínuna og gangandi og hjólandi umferð. Miklabrautin fær á sig skemmtilega borgarmynd og lífsgæði íbúa aukast verulega með bættum loftgæðum og vistlegra umhverfi.

Sæbraut í stokk
Með því að setja hluta Sæbrautar í stokk batna lífsgæði í Vogabyggð en þar er að vaxa upp fjölbreytt hverfi með íbúðum og atvinnustarfsemi í göngufjarlægð.
Hjólaborgin Reykjavík
Reykjavík vill verða hjólaborg á heimsmælikvarða. Ný hjólreiðaáætlun leggjur línurnar og gerð heildstæðs hjólastígakerfis fyrir höfuðborgarsvæðið er hafið í samvinnu við ríkið og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu.
