Uppbygging fyrir fjölbreyttar samgöngur

Samgöngusátt­máli

Á 15 árum verður ráðist í einar umfangs­mestu samgöngu­fram­kvæmdir sögunnar til að flýta úrbótum á höfuð­borg­ar­svæðinu sem að óbreyttu tækju 50 ár.

Ríkið og sex sveit­ar­félög á höfuð­borg­ar­svæðinu, Garðabær, Hafn­ar­fjörður, Kópa­vogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarn­arnes, hafa gert tíma­móta­sam­komulag um metn­að­ar­fulla uppbygg­ingu á samgöngu­inn­viðum og almenn­ings­sam­göngum til fimmtán ára.

Samkomu­lagið felur í sér sameig­in­lega fram­tíð­arsýn og heild­ar­hugsun á höfuð­borg­ar­svæðinu. Mark­miðið er að auka öryggi, bæta samgöngur fyrir alla ferða­máta og minnka tafir, stór­efla almenn­ings­sam­göngur og draga úr mengun af völdum svifryks og losun gróð­ur­húsaloft­teg­unda.

Metnaðarfull uppbygging samgönguinnviða og almenningssamgangna á fimmtán árum

 

Ríkið og sveit­ar­fé­lögin á höfuð­borg­ar­svæðinu hafa gert með sér samning um uppbygg­ingu. Í kynn­ingu er sagt frá helstu uppbygg­ing­ar­verk­efn­unum.

Fjárfesting upp á 120 milljarða króna

Heild­ar­fjármögnun samgöngu­fram­kvæmda á svæðinu á tíma­bilinu er 120 millj­arðar. Ríkið mun leggja fram 45 millj­arða og sveit­ar­félög 15 millj­arða. Gert er ráð fyrir að sérstök fjár­mögnun standi straum af 60 millj­örðum kr. Hún verður tryggð við endur­skoðun gjalda af ökutækjum og umferð í tengslum við orku­skipti eða með beinum fram­lögum við sölu á eignum ríkisins.

Betri samgöngur - öflugt hlutafélag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

Undir­ritun ríkis og sveit­ar­fé­laga á höfuð­borg­ar­svæðinu vegna stofn­unar hluta­fé­lags um samgöngu­inn­viði á höfuð­borg­ar­svæðinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveita­stjórn­ar­ráð­herra, Páll Björgvin Guðmundsson fram­kvæmda­stjóri SSH, Dagur B. Eggertsson borg­ar­stjóri, Gunnar Einarsson, bæjar­stjóri Garðabæ, Katrín Jakobs­dóttir forsæt­is­ráð­herra, Ármann Kr. Ólafsson bæjar­stjóri Kópa­vogs, Rósa Guðbjarts­dóttir, bæjar­stjóri í Hafnar­firði, Haraldur Sverrisson Mosfellsbæ, Ásgerður Hall­dórs­dóttir bæjar­stjóri, Seltjarn­arnes og Bjarni Bene­diktsson, fjár­mála­ráð­herra lengst til hægri.