Uppbygging fyrir fjölbreyttar samgöngur
Samgöngusáttmáli
Á 15 árum verður ráðist í einar umfangsmestu samgönguframkvæmdir sögunnar til að flýta úrbótum á höfuðborgarsvæðinu sem að óbreyttu tækju 50 ár.
Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes, hafa gert tímamótasamkomulag um metnaðarfulla uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum til fimmtán ára.
Samkomulagið felur í sér sameiginlega framtíðarsýn og heildarhugsun á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að auka öryggi, bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta og minnka tafir, stórefla almenningssamgöngur og draga úr mengun af völdum svifryks og losun gróðurhúsalofttegunda.
Metnaðarfull uppbygging samgönguinnviða og almenningssamgangna á fimmtán árum
Ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa gert með sér samning um uppbyggingu. Í kynningu er sagt frá helstu uppbyggingarverkefnunum.
Fjárfesting upp á 120 milljarða króna
Heildarfjármögnun samgönguframkvæmda á svæðinu á tímabilinu er 120 milljarðar. Ríkið mun leggja fram 45 milljarða og sveitarfélög 15 milljarða. Gert er ráð fyrir að sérstök fjármögnun standi straum af 60 milljörðum kr. Hún verður tryggð við endurskoðun gjalda af ökutækjum og umferð í tengslum við orkuskipti eða með beinum framlögum við sölu á eignum ríkisins.

Betri samgöngur - öflugt hlutafélag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Undirritun ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna stofnunar hlutafélags um samgönguinnviði á höfuðborgarsvæðinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæ, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs, Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, Haraldur Sverrisson Mosfellsbæ, Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri, Seltjarnarnes og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra lengst til hægri.
