Betri samgöngur

Borg­ar­línan

Borg­ar­línan er vist­vænt hrað­vagna­kerfi sem ekur að mestu á sérak­reinum og kemst þannig tafar­laust milli helstu kjarna borg­ar­innar. Tíðni ferða verður há og mikið er lagt upp úr fallegri hönnun, skil­virkri þjón­ustu og góðu aðgengi fyrir alla. Borg­ar­lín­unni má líkja við slagæð, sem flytur fólk hratt og örugg­lega milli helstu kjarna höfuð­borg­ar­svæð­isins.

Legan Borg­ar­línu byggir á samgöngu- og þróun­arásum sem eru skil­greindir í svæð­is­skipu­lagi höfuð­borg­ar­svæð­isins til 2040. Gert er ráð fyrir að megin­upp­bygging íbúða og þétting byggðar í borg­inni verði á svæðum meðfram Borg­ar­lín­unni og þróun­ar­ásnum.

Fyrsta lota Borgarlínu

Fram­kvæmdir við fyrstu lotu Borg­ar­línu hefjast á næsta ári og á þeim að ljúka að mestu árið 2023. Hún skiptist í tvo áfanga; annars vegar frá Hamra­borg í Kópa­vogi yfir nýja Foss­vogsbrú að Hlemmi og hins vegar frá Hlemmi upp á Ártúns­höfða.

Hvar mun Borgarlínan liggja?

Ríkið og sveit­ar­fé­lögin á höfuð­borg­ar­svæðinu hafa gert með sér samning um uppbygg­ingu. Í kynn­ingu er sagt frá helstu uppbygg­ing­ar­verk­efn­unum og legu Borg­ar­línu frá 4:47.

Borgarlína + Strætó

Borg­ar­línan og Strætó munu vinna saman í einu, heild­stæðu kerfi og nýtt leiða­kerfi Strætó, sem nú er í vinnslu, verður jafn­framt grunnur að fram­tíð­ar­skipan Borg­ar­lín­unnar. Stofn­leiðir Strætó verða að Borg­ar­línu­leiðum þegar sérak­rein­arnar hafa verið lagðar.