Þróum ný atvinnutækifæri

Grænir þekk­ing­ar­kjarnar

Borgin mun hafa frum­kvæði að þróun þekk­ing­ar­kjarna í Gufu­nesi og Vatns­mýri þar sem áhersla verður lögð á kvik­mynda­gerð, skap­andi greinar, lífvís­indi og hugbún­að­ar­þróun. Þarna munu atvinnu­tæki­færi fram­tíð­ar­innar þróast í samstarfi atvinnu­lífs, akademíu, borgar og ferða­þjón­ustu. Blómstrandi miðborg mun áfram leggja áherslu á fjöl­breytta verslun, þjón­ustu og menn­ingu.

Borgin mun einnig byggja upp öflug athafna­svæði við Hólms­heiði, Esju­mela og Álfsnes ætluð fyrir­tækjum sem þurfa meira rými fyrir sína starf­semi. Þá mun hið opin­bera byggja upp nýtt húsnæði fyrir fjölda verk­efna í borg­inni á tíma­bilinu.

Fjölbreytt atvinnulíf – vaxandi borg

Öflugt atvinnulíf er forsenda þess að borgin vaxi og dafni. Styrkur atvinnu­lífsins í Reykjavík og á höfuð­borg­ar­svæðinu er fjöl­breytni þess. Skyn­sam­legt er að viðhalda þessari fjöl­breytni og skapa vaxt­ar­skil­yrði fyrir sem flestar atvinnu­greinar með grænum athafna­svæðum og þekk­ing­ar­kjörnum.

Vísindaþorp í Vatnsmýri

„Vísinda­þorpið í Vatns­mýri” eða Reykjavík Science City er samstarfs­vett­vangur Reykja­vík­ur­borgar, Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands, Lands­spítala háskóla­sjúkra­húss, Vísinda­garða Háskóla Íslands og Samtaka sveit­ar­fé­laga á höfuð­borg­ar­svæðinu (SSH).

Skap­andi þorp í Gufu­nesi

Gufunes er eitt áhuga­verð­asta þróun­ar­svæði landsins. Þar er unnið að þróun á skap­andi þorpi þar sem saman blandast ýmis skap­andi starf­semi og íbúa­byggð.

Blómleg miðborg

Á komandi árum mun miðborgin þróast áfram með tilheyr­andi áhrifum á umhverfi hennar og mannlíf. Á meðal stærstu verk­efna komandi ára verður þróun Laug­ar­vegar í göngu­götu allt árið, fjölgun á göngu­götum í Kvos­inni, uppbygging á nýju borg­ar­torgi við Hlemm og þá mun Borg­ar­línan fara um Hverf­is­götu og Lækj­ar­götu.