Miðborgin

Miðborg Reykja­víkur er höfuð­borg allra lands­manna þar sem mætist öflugt og heil­brigt íbúa­sam­félag, fjöl­breytt atvinnu­starf­semi og menn­ingar- og mannlíf sem endur­speglar bæði menn­ing­ararf þjóð­ar­innar og fram­sæk­innar og alþjóða­væddrar borgar. Í henni er gott að búa, starfa og vera gestur.

Allt á einum stað

Miðborgin er í senn miðja stjórn­sýslu á Íslandi, miðja atvinnu-, versl­unar- og veit­inga­starf­semi og söguleg, menn­ing­arleg og samfé­lagsleg miðja þar sem mann­lífið dregur dám af sérhverjum tíma. Á undan­förnum árum hefur uppgangur og uppbygging í höfuð­borg­inni ásamt veru­legri aukn­ingu í ferða­þjón­ustu haft mikil áhrif á mannlíf, ásýnd og starf­semi í miðborg­inni og áhrifa­svæði hennar. Miðborgin er enda bæði fjöl­sótt­asti ferða­mannastaður landsins og elsta og fjöl­skrúð­ug­asta hverfi borg­ar­innar þar sem íbúða­byggð og fjöl­breytt atvinnu­starf­semi hafa ávallt fléttast saman.

Verkefnin framundan

Á komandi árum mun miðborgin þróast áfram með tilheyr­andi áhrifum á umhverfi hennar og mannlíf. Á meðal stærstu verk­efna komandi ára verður þróun Laug­ar­vegar í göngu­götu allt árið, fjölgun á göngu­götum í Kvos­inni, uppbygging á nýju borg­ar­torgi við Hlemm og þá mun Borg­ar­línan fara um Hverf­is­götu og Lækj­ar­götu.