Vísinda­þorp í Vatns­mýri

„Vísinda­þorpið í Vatns­mýri” eða Reykjavík Science City er samstarfs­vett­vangur Reykja­vík­ur­borgar, Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands, Lands­spítala háskóla­sjúkra­húss, Vísinda­garða Háskóla Íslands og Samtaka sveit­ar­fé­laga á höfuð­borg­ar­svæðinu (SSH). Tilurð þess má rekja til ársins 2013 þegar mótuð var sameig­inleg fram­tíð­arsýn fyrir Vísinda­þorpið.

Um Vísindaþorpið

Helsti vaxt­ar­broddur atvinnu­lífs á Íslandi á komandi árum er á sviði þekk­ingar­iðn­aðar og þar gegnir Vísinda­þorpið veiga­miklu hlut­verki með tvo stærstu háskól­anna og háskóla­sjúkrahús. Land­fræðileg nálægð við öflugar rann­sókn­ar­stofn­anir, þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki og aðra getur haft í för með sér umtals­verðan ávinning fyrir alla aðila. Þróun og efling vaxt­ar­greina út frá hugmynda­fræði vist­kerfa nýsköp­unar muni styrkja til muna samkeppn­is­hæfni og arðsemi fyrir­tækja á Íslandi, og þar getur vísinda­þorpið gegnt lykil­hlut­verki.

Vísinda­þorpið er eitt mesta vaxta­svæði landsins. Uppbygging á nýju háskóla­sjúkra­húsi er í fullum gangi. Háskóli Íslands hyggur á viða­mikla uppbygginu á svæði Vísinda­garða og víðar á háskóla­svæðinu. Á vett­vangi Háskólans í Reykjavík eru nýir Háskóla­garðar í uppbygg­ingu auk þess sem unnið er að þróun á aðstöðu fyrir tæknifyr­ir­tæki og frekari stækkun aðal­bygg­ingar. Fjöl­mörg önnur verk­efni eru í gangi s.s. uppbygging að Hlíðar­enda og ný samgöngu­mið­stöð.

Í vísinda­þorpinu mun þróast lifandi og þétt borg­ar­byggð þar sem skólar, fyrir­tæki, stofn­anir, íbúðir og þjón­usta myndi mósaík fjöl­breytts mann­lífs. Þar þróast áfram þunga­miðja þekk­ing­ar­hag­kerf­isins á Íslandi þar sem núver­andi aðilar, nýjar rann­sókn­ar­stofn­anir og öflug þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki eiga með sér samstarf og samvinnu og myndi þannig öflugt samfélag sem leiði til aukinnar verð­mæta­sköp­unar og fjölg­unar starfa.

Framtíðarsýn um lifandi borg

Í Vatns­mýri byggist upp fjöl­breytt, hvetj­andi, lifandi og þétt borg­ar­byggð. Hún saman­stendur af háskólum, háskóla­sjúkra­húsi, þekk­ing­ar­fyr­ir­tækjum, vísinda­görðum, frum­kvöðla­setrum, íbúðum fyrir almenning og stúd­enta, þjón­ustu, verslun, afþrey­ingu, menn­ingu og grunn- og leik­skólum í nánum tengslum við náttúru, útivist og almenn­ings­rými.

Vatns­mýrin er svæði þar sem fólk vill eiga heima, starfa og heim­sækja. Samgöngur eru greiðar innan svæðis, við alþjóða­flug­völl og höfuð­borg­ar­svæðið. Þar gegnir alhliða samgöngu­mið­stöð á umferð­ar­mið­stöðv­ar­reit mikil­vægu hlut­verki í samgöngum innan Reykja­víkur og út um allt land..

Skólar, fyrir­tæki, stofn­anir, íbúðir og þjón­usta mynda mósaík fjöl­breytts mann­lífs í Vatns­mýri.

Samfélag þekkingar

Í Vatns­mýri er þunga­miðja þekk­ing­ar­hag­kerfis á Íslandi. Þar gegna lykil­hlut­verki sameinað háskóla­sjúkrahús, Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík, en mikil­vægt er að stuðla að nánum tengslum við aðrar mennta- og rann­sókn­ar­stofn­anir.

Starf­semi og samstarf þessara aðila um t.d. innviði, rann­sóknir, nýsköpun og frum­kvöðla- og sprot­a­starf­semi leiðir til þess að öflug þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki bætist í hóp sterkra fyrir­tækja sem starfa í Vatns­mýr­inni. Með mark­vissri stefnu­mótun og samvinnu verður Vatns­mýrin í fremstu röð í völdum geirum þekk­ingar­iðn­aðar.

 

Háskóli Íslands

 • Unnið er að þróun á nýju rammaskipulagi fyrir svæði Háskóla Íslands.
 • Í febrúar 2020 var opnaður nýr stúdentagarður með 244 gistieiningum.
 • Við Gamla Garð er hafin uppbygging á 69 íbúða nemendagarði á vegum FS.
 • Gróska, nýtt hugmyndahús við Vísindagarða Háskóla Íslands er að opna. Þar verður í fyrsta áfanga skrifstofur CCP og ýmis þjónusta svo sem líkamsræktarstöð.
 • Framkvæmdir eru hafnar við hús íslenskra fræða.

Landspítali

 • Við Landspítalann er uppbygging hafin á nýjum meðferðarkjarna sem á að opna 2024.
 • Undirbúningur er hafin að byggingu á bílastæða og þjónustuhúsi sem verður til móts við lóð samgöngumiðstöðvar.

Hlíðarendi

 • Við Hlíðarenda er góður gangur á uppbyggingu á nýju íbúðahverfi. Sala á íbúðum gengur vel og eru mörg hundruð íbúar þegar fluttir í hverfið.
 • Við Hlíðarenda eru enn nokkrir reitir þar sem uppbygging er ekki hafin: A, H og G.

Nauthólsvegur

 • Norðan við Icelandair Natura er Reykjavíkurborg að skoða að þróa nýja lóð undir atvinnu eða blandaða byggð.
 • Við Háskólann í Reykjavík er uppbygging á nemendagörðum í fullum gangi
 • Verið er að þróa borgarlínustöð við HR og atvinnulóðir við hlið stöðvarinnar.

Skerjafjörður

 • Nýtt borgarhverfi er í mótun við Skerjafjörð
 • Félagsstofnun stúdenta er á meðal aðila sem hafa fengið vilyrði fyrir lóð á svæðinu