Fjölbreyttar þarfir kalla á nýjar, notendamiðaðar lausnir

Stafræn umbreyting

Aðgengileg og notenda­miðuð þjón­usta eykur velferð og tryggir jöfn tæki­færi. Með því að auðvelda íbúum að taka virkan þátt, setja staf­rænar lausnir á borð við velferð­ar­tækni í forgrunn og leggja áherslu á jafn­ræði og velferð óháð bakgrunni tryggjum við að þjón­ustan byggi ekki á flokkun í sértæka hópa heldur lausnum út frá notenda­miðuðu sjón­ar­horni.

Stafræn umbreyting og rafvæðing ferla

Stafræn umbreyting og rafvæðing þjón­ustu­ferla er mikil­vægur liður í því að bæta þjón­ustu við íbúa Reykja­víkur. Mark­miðið er að færa þjón­ustuna nær íbúanum með því að bjóða upp á rafrænar umsóknir, aðgengi­lega hönnun og mann­legt viðmót í stað umsókna á papp­írseyðu­blöðum. Vinnan byggir á mark­miðum þjón­ustu­stefnu borg­ar­innar, sem er að bæta, rafvæða og einfalda þjón­ustu Reykja­víkur.

Rann­sóknir og nýsköpun

Reykja­vík­ur­borg mun styðja við innleið­ingu Græna plansins með því að nýta þau tæki­færi sem felast í þátt­töku í alþjóð­legum samstarfs­verk­efnum. Mark­miðið er að efla þátt­töku og árangur Reykja­víkur í rann­sókna- og nýsköp­un­ar­um­hverfi Evrópu, að afla þekk­ingar á lyki­lá­skor­unum og tæki­færum í umhverfis og lofts­lags­málum, að afla rann­sókna- og nýsköp­un­ar­styrkja sem styðja við og fjár­magna stefnur og áherslur Reykja­víkur og að efla Reykja­vík­ur­borg sem borg nýsköp­unar og sjálf­bærni.

Hönnun og umbreyting þjón­ustu

Skrif­stofa þjón­ustu og umbreyt­inga sér um að innleiða þjón­ustu­stefnu borg­ar­innar, kennslu, ráðgjöf, hugmynda­vinnu og þróun staf­rænna lausna. Skrif­stofan vinnur verk­efni þvert á borgina og störf hennar aðlagast þörfum hvers verk­efnis fyrir sig. Tilgangur skrif­stof­unnar er skýr: að setja notandann alltaf í fyrsta sæti og gera alla þjón­ustu borg­ar­innar aðgengi­lega, skilj­an­lega og einfalda.

Upplýs­inga- og gagn­a­stýring

Á árinu 2019 var lagður var grunnur að nýrri deild innan Reykja­vík­ur­borgar sem sérhæfir sig í vinnslu og hagnýt­ingu gagna. Markmið deild­ar­innar eru tvíþætt. Annars vegar að geyma og samrýma tölu­lega gögn borg­ar­innar þannig þau séu rétt og aðgangs­stýrð. Hins vegar setja gögn borg­ar­innar fram á aðgengi­legan og mynd­rænan hátt, þróa skýrslur, fram­kvæma tölfræði­grein­ingar og þróa tölfræðilíkön.

Snjallmælar

Veitur hafa ákveðið að snjall­væða alla sölu­mæla í hita-, raf- og vatns­veitum. Snjall­væðing mæla felur í sér uppsetn­ingu á nýjum mælum í raf-, hita- og vatns­veitum, ásamt því að koma upp samskipta­kerfi á milli mælanna og miðlægs hugbún­aðar sem heldur utan um gögnin sem safnað er og stýrir gagna­vinnsl­unni.

 

Upplýs­inga­tækni og notenda­bún­aður

Ýmsir þættir upplýs­inga­þjón­ustu borg­ar­innar eru nú farnir að nálgast tækni­lega skuld og í mörgum tilvikum þarf að endur­skoða alveg kerfi og ferla. Þá þykir ástæða til að efla traust til þjón­ust­unnar og koma betur til móts við þarfir notenda. Vegferð næstu ára mun því leggja áherslu á ýmsar endur­bætur, meðal annars í rekstri og þjón­ustu, ásamt því skapa samfellu milli þróunar og reksturs upplýs­inga­tækni­inn­viða borg­ar­innar.

 

Ráðstefna um stafræna vegferð borgarinnar

Rafræna ráðstefnan, Umbreyting á þjón­ustu í þágu borg­arbúa, var send út þann 11.júní 2021. Þar leit­aðist starfs­fólk Reykja­vík­ur­borgar og kjörnir full­trúar við að gera grein fyrir stefnu og fram­tíð­arsýn borg­ar­innar þegar kemur að þjón­ustu­umbreyt­ingu og staf­rænni vegferð, hvernig og með hvaða hætti áætlað er að raun­gera markmið borg­ar­innar á næstu þremur árum og hvaða skref tekin hafa verið fram að þessu.