Eltiprentun

Til að styðja við græna vegferð hefur verið ákveðið að fara í útboð á aðgangs­stýrðri miðlægri útprentun fyrir starfs­stöðvar Reykja­vík­ur­borgar. Þetta mun stuðla að fækkun prentara þar sem einka­prent­arar stað­settir hjá starfs­fólki verða ekki lengur til staðar. Starfs­fólk mun í staðinn getað notað hvaða prentara sem er á starfs­stöðvum Reykja­víkur með því að nota aðgangskort- eða lykil í síma. Þetta mun bæði leiða til mikils sparn­aðar og stuðla að minni prentun – umhverfinu til heilla.