Hönnun og umbreyting þjón­ustu

Reykja­vík­ur­borg er þjón­ustu­aðili sem leggur áherslu á að veita borg­ar­búum aðgengi­lega, fjöl­breytta og framúrsk­ar­andi þjón­ustu, stærstur hluti starf­semi Reykja­vík­ur­borgar felst í þjón­ustu með einum eða öðrum hætti. Íbúar borg­ar­innar og gestir hennar eru þannig viðskipta­vinir hennar og þeir eiga að vita hvers þeir geta vænst þegar þeir sækja þjón­ustu.

Skrifstofa þjónustu og umbreytinga

Innan þjón­ustu- og nýsköp­un­ar­sviðs borg­ar­innar er starfræk skrif­stofa þjón­ustu og umbreyt­inga. Hennar stærstu verk­efni eru innleiðing á þjón­ustu­stefnu borg­ar­innar, kennsla, ráðgjöf, hugmynda­vinna og aðstoð við þróun staf­rænna lausna. Skrif­stofan vinnur verk­efni þvert á borgina og störf hennar aðlagast þörfum hvers verk­efnis fyrir sig. Tilgangur skrif­stof­unnar er skýr: að setja notandann alltaf í fyrsta sæti og gera alla þjón­ustu borg­ar­innar aðgengi­lega, skilj­an­lega og einfalda.

Þjónustustefna Reykjavíkurborgar

Þjón­ustu­stefna Reykja­vík­ur­borgar lýsir samræmdri sýn borg­ar­innar á það hvað þjón­ustu­veiting snýst um. Þannig nýtist hún starfs­fólki við dagleg störf um leið og hún setur viðmið og mæli­kvarða um þjón­ustu borg­ar­innar almennt. Þjón­ustu­stefna Reykja­vík­ur­borgar skiptist í fjögur megin­markmið sem hvert og eitt á að tryggja góða og skil­virka þjón­ustu við notendur hennar. Þau eru fagmennska, notenda­miðuð þjón­usta, skil­virkni og nærþjón­usta.

Gróðurhúsið

Gróð­ur­húsið er vinnu­stofa í þjón­ustu­hönnun á vegum Reykja­vík­ur­borgar. Mark­miðið er að innleiða þjón­ustu­stefnu borg­ar­innar þvert á svið og stofn­anir með því að kenna starfs­fólki að beita notenda­mið­aðri hugsun og nýsköpun í sínum daglegu störfum. Á námskeiðinu er farið yfir helstu áherslur, ferla og verk­færi aðferða­fræði þjón­ustu­hönn­unar og hvernig hún nýtist starfs­fólki beint í sinni. Starfs­fólk sækir um með það í huga að vinna að lausn fyrir ákveðna áskorun eða verk­efni. Næstu vikurnar fá þau svo aðstoð við að nálgast verk­efnið út frá hugmynda­fræði þjón­ustu­hönn­unar, búa til frum­gerð að lausn og koma henni í próf­anir. Að námskeiðinu loknu ættu allir þátt­tak­endur að hafa lært grunninn í þjón­ustu­hönnun og vera betur í stakk búin að nýta sér verk­færi hennar við úrlausn verk­efna.