Hugbún­aður og ný upplýs­inga­kerfi

Innan Reykja­vík­ur­borgar starf­rækt sv0kölluð verk­efna­stofa Staf­rænnar Reykja­víkur. Hlut­verk verk­efna­stof­unnar er að stýra verk­efnum þvert á borgina og beita til þess samræmdum aðferðum sem miða að því að koma hlutum í verk. Alls eru nú um tuttugu verk­efni í vinnslu hjá verk­efna­stof­unni og styðja þau flest við innvið­a­upp­bygg­ingu í upplýs­inga­tækni og staf­ræna þróun borg­ar­innar.

Verkefnin framundan

Fjöldi verk­efna eru nú í vinnslu á mörgum sviðum borg­ar­innar. Sem dæmi mætti nefna:

• Fræðslu-, eignaum­sjóna- og umsýslu­kerfi
• Lausnir fyrir fram­línu­þjón­ustu
• Uppsetning á upplýs­inga­skjáum og fjar­funda­búnaði
• Myndræn fram­setning á innkaupa­ferli
• Fjöldi nýrra vefja, m.a. fyrir Borg­ar­skjala­safn og Reykja­vík­ur­borg
• Innleiðing á Hlöð­unni – nýju skjala­stýr­inga­kerfi
• Innleiðing á nýju kerfi fyrir frístunda­styrki
• Kaup á nýju kerfi fyrir fram­leiðslu­eldhús velferð­ar­sviðs borg­ar­innar

Nýtt umsýslukerfi fyrir Borgarskjalasafn

Um þessar mundir er unnið að kaupum og innleið­ingu á nýju umsýslu­kerfi fyrir Borg­ar­skjala­safn. Eitt af megin­mark­miðum skjala­safnsins er að beita skipu­lögðum vinnu­brögðum við móttöku, meðferð og varð­veislu skjala og annarra heim­ilda. Nýtt kerfi býður m.a. upp á mun betra viðmót fyrir notendur kerf­isins og stuðning við helstu staðla ásamt því að uppfylla betur kröfur Þjóð­skjala­safns til héraðs­skjala­safna. Það verður einnig auðveldara fyrir utan­að­kom­andi aðila að fletta upp í safn­kosti á vefnum sem eykur upplýs­inga­gildi safnsins til muna.

ISE aðgangsstýringarkerfi

Innleiðing á ISE aðgangs­stýr­ing­ar­kerfi, svokölluðu Identity Services Engine (ISE), er einnig í fullum gangi. Með þessum hugbúnaði er m.a. hægt að stýra því hvaða notendur og búnaður fá aðgang að neti borg­ar­innar, en kerfið hefur samskipti við annan netbúnað til að tryggja öryggi borg­ar­netsins. Stefnt er að kerfið verði komið í fulla notkun í lok ársins 2021.

Fjarfundabúnaður

Annað nýlegt verk­efni er innleiðing á fjar­funda­búnaði stjórn­sýslu­húsum Reykja­vík­ur­borgar. Bæði var kominn tími á að uppfæra eldri búnað, auk þess sem slíkan búnað vantaði á ýmsum stöðum til að koma til móts við breytt vinnulag í kjölfar Covid19 farald­ursins. Aðstaðan kemur vel út og nýtist starfs­mönnum borg­ar­innar vonandi vel á komandi miss­erum.