Ráðstefna um stafræna vegferð borgarinnar
Umbreyting á þjónustu í þágu borgarbúa

Rafræna ráðstefnan, Umbreyting á þjónustu í þágu borgarbúa, var send út þann 11.júní 2021. Markmið hennar var að fara yfir stefnu og framtíðarsýn borgarinnar þegar kemur að þjónustuumbreytingu og stafrænni vegferð, hvernig og með hvaða hætti áætlað er að raungera markmið borgarinnar á næstu þremur árum og hvaða skref tekin hafa verið fram að þessu.
Tilgangur ráðstefnunnar var að fara yfir þær tæknibreytingar sem voru og eru nauðsynlegar, framkvæmdina, aðferðirnar og ýmiss áþreifanleg verkefni. Fram komu starfsmenn borgarinnar og lokaræða er í höndum formanns mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráðs. Kynnir var Bergur Ebbi Benediktsson, framtíðarfræðingur.
Fyrirlestra ráðstefnunnar má finna hér fyrir neðan:
Hvað er eiginlega að gerast hérna?
Hvað er eiginlega að gerast hérna?
Reykjavík sem manntæknifyrirtæki
Óskar J. Sandholt, sviðstjóri Þjónustu- og nýsköpunarsviðs
Hvernig sköpum við virði?
Hvernig sköpum við virði?
Hagnýting gagna hjá Reykjavíkurborg
Óli Páll Geirsson, skrifstofustjóri gagnaþjónustu
Nýtt landslag í mótun
Nýtt landslag í mótun
Umbylting í stærsta upplýsingatækniumhverfi landsins
Friðþjófur Bergmann, skrifstofustjóri upplýsingatækniþjónustu
Hvernig lóðsum við flotann í höfn?
Hvernig lóðsum við flotann í höfn?
Stafrænir leiðtogar, ný hlutverk innan borgarinnar
Edda Jónsdóttir, teymisstjóri stafrænna leiðtoga
Skilvirkni, hagkvæmni, samhengi, fagmennska
Skilvirkni, hagkvæmni, samhengi, fagmennska
Stafræna framleiðslulínan
Kristín Berg Bergvinsdóttir, yfirframleiðandi stafrænnar umbreytingar
Út fyrir boxið, inn fyrir rammann
Út fyrir boxið, inn fyrir rammann
Markviss verkefna- og vörustýring
Hugrún Ösp Reynisdóttir, deildarstjóri verkefna- og vörustýringar
Frá áskorun til afurðar
Frá áskorun til afurðar
Íbúaleidd hönnun opinberrar þjónustu
Arna Ýr Sævarsdóttir, skrifstofustjóri þjónustu og umbreytinga
Hönnum'etta!
Hönnum’etta!
Stafræn ásýnd borgar
Ólafur Sólimann Helgason, deildarstjóri vefdeildar
Hluti af lausninni
Hluti af lausninni
Skapandi lögfræði
Aldís Geirdal Sverrisdóttir, teymisstjóri lögfræðiþjónustu
Litið til framtíðar
Litið til framtíðar
Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs