Rannsóknir og nýsköpun
Reykjavíkurborg mun styðja við innleiðingu Græna plansins með því að nýta þau tækifæri sem felast í þátttöku í alþjóðlegum samstarfsverkefnum. Markmiðið er að efla þátttöku og árangur Reykjavíkur í rannsókna- og nýsköpunarumhverfi Evrópu, að afla þekkingar á lykiláskorunum og tækifærum í umhverfis og loftslagsmálum, að afla rannsókna- og nýsköpunarstyrkja sem styðja við og fjármagna stefnur og áherslur Reykjavíkur og að efla Reykjavíkurborg sem borg nýsköpunar og sjálfbærni.
Borg tækifæra, lífsgæða og framfara
Þátttaka í alþjóðlegum verkefnum mun auka aðdráttarafl Reykjavíkur sem borgarrými framfara, tækifæra og lífsgæða og efla viðnámsþrótt hennar og hæfni til að takast á við framtíðina og umbreytingar og óvissu sem henni fylgja.

Megináherslur
Megináhersla verður lögð á Græna samning Evrópusambandsins, sem miðar að kolefnishlutleysi og grænni uppbyggingu í Evrópu, og nýja rannsóknaráætlun ESB, Horizon Europe. Horizon Europe mun ráðstafa 100 milljörðum evra til rannsókna og nýsköpunar á komandi árum með megináherslu á umhverfismál, þar á meðal til verkefnisins 100 kolefnishlutlausar borgir.
Önnur tengd verkefni
- Aðrar fjárfestingar í stafrænni umbreytingu
- Eltiprentun Aðgangsstýrð miðlæg útprentun
- Snjallmælar Snjallari hita-, raf- og vatnsveitur
- Greiðslukerfi og uppfærsla í upplýsingatækni Nýtt rafrænt greiðslukerfi
- Snjallborgarlausnir USK Fjölbreytt þjónusta í borgarlandinu
- Upplýsingatækni og notendabúnaður Upplýsingatækni sem undirstaða nýsköpunar
- Hönnun og umbreyting þjónustu Aðgengileg og fjölbreytt þjónusta fyrir alla
- Upplýsinga- og gagnastýring Gögn og gaman
- Hugbúnaður og ný upplýsingakerfi Stafræn verkefni innan borgarinnar
- Stafræn umbreyting og rafvæðing ferla Aðgengileg þjónusta á netinu
- Ráðstefna um stafræna vegferð borgarinnar