Snjallmælar
Veitur hafa ákveðið að snjallvæða alla sölumæla í hita-, raf- og vatnsveitum. Snjallvæðing mæla felur í sér uppsetningu á nýjum mælum í raf-, hita- og vatnsveitum, ásamt því að koma upp samskiptakerfi á milli mælanna og miðlægs hugbúnaðar sem heldur utan um gögnin sem safnað er og stýrir gagnavinnslunni.
Ávinningur
Tilgangurinn er að ná ávinningi til hagsbóta fyrir viðskiptavini og starfsfólk Veitna. Ávinningur felst í raunreikningum, orkusparnaði, bættri upplýsingagjöf, vöktun afhendingargæða og bættu viðhaldi dreifikerfa. Til að ná fram ávinningi snjallvæðingarinnar þarf að setja upp mæla sem geta safnað gögnum um notkun, afhendingargæði og mælitækið sjálft. Gögnum er safnað á 15-60 mínútna fresti og þau síðan send með reglubundnu millibili til miðlægs hugbúnaðar. Öll gögn eru dulkóðuð áður en þau eru send úr mæli.

Önnur tengd verkefni
- Aðrar fjárfestingar í stafrænni umbreytingu
- Eltiprentun Aðgangsstýrð miðlæg útprentun
- Greiðslukerfi og uppfærsla í upplýsingatækni Nýtt rafrænt greiðslukerfi
- Snjallborgarlausnir USK Fjölbreytt þjónusta í borgarlandinu
- Upplýsingatækni og notendabúnaður Upplýsingatækni sem undirstaða nýsköpunar
- Hönnun og umbreyting þjónustu Aðgengileg og fjölbreytt þjónusta fyrir alla
- Upplýsinga- og gagnastýring Gögn og gaman
- Hugbúnaður og ný upplýsingakerfi Stafræn verkefni innan borgarinnar
- Stafræn umbreyting og rafvæðing ferla Aðgengileg þjónusta á netinu
- Rannsóknir og nýsköpun Þátttaka í alþjóðlegum samstarfsverkefnum
- Ráðstefna um stafræna vegferð borgarinnar