Stafræn umbreyting og rafvæðing ferla
Stafræn umbreyting og rafvæðing þjónustuferla er mikilvægur liður í því að bæta þjónustu við íbúa Reykjavíkur. Markmiðið er að færa þjónustuna nær íbúanum með því að bjóða upp á rafrænar umsóknir, aðgengilega hönnun og mannlegt viðmót í stað umsókna á pappírseyðublöðum. Vinnan byggir á markmiðum þjónustustefnu borgarinnar, sem er að bæta, rafvæða og einfalda þjónustu Reykjavíkur.
Stafræn umbreyting fjárhagsaðstoðar
Rafvæðing fjárhagsaðstoðar var fyrsta verkefni Reykjavíkurborgar á sviði stafrænnar umbreytingar sem hafði áhrif á grunnþjónustu borgarinnar. Verkefnið fólst í því að því að búa til lausn sem yrði fyrsti valkostur íbúa sem sækja um fjárhagsaðstoð til framfærslu. Verkefnið var prófraun á það hvort hægt væri að reka stór umbreytingaverkefni hjá Reykjavíkurborg þar sem unnið er í sprettum eftir aðferðafræði hönnunarhugsunar og notast við LEAN, Agile og Scrum hugmyndafræði við mótun ferla verkefnisins.
Vefkerfi ársins 2019
Rafvæðing fjárhagsaðstoðar var valið vefkerfi ársins á Íslensku vefverðlaununum fyrir árið 2019. Verkefnið var unnið í samstarfi við Kolibri.
„Vefkerfi ársins er mikil nýsköpun sem er í senn aðgengileg og mannleg. Metnaðurinn á bakvið verkefnið skín í gegn, en þetta er vefkerfi sem skiptir sköpum fyrir notendur þess. Flæðið í gegnum kerfið er einfalt og notendavænt. Frábærlega vel útfærð lausn!”

Næstu skref stafrænnar umbreytingar
Stafrænt umbreytingateymi Reykjavíkurborgar hefur unnið að því að einfalda og rafvæða ýmsar þjónustur borgarinnar. Þar ber helst að nefna sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum og ráðgjöf við fullorðið fatlað fólk.
Einnig er unnið að því að bæta aðgengi barna að tækni sem styður við stafræna hæfni, en í skóla- og frístundastarfinu er unnið að stafrænni umbreytingu og aukinni þekkingu kennara og starfsfólks á tæknibúnaði sem styður við nám og leik.
Önnur tengd verkefni
- Aðrar fjárfestingar í stafrænni umbreytingu
- Eltiprentun Aðgangsstýrð miðlæg útprentun
- Snjallmælar Snjallari hita-, raf- og vatnsveitur
- Greiðslukerfi og uppfærsla í upplýsingatækni Nýtt rafrænt greiðslukerfi
- Snjallborgarlausnir USK Fjölbreytt þjónusta í borgarlandinu
- Upplýsingatækni og notendabúnaður Upplýsingatækni sem undirstaða nýsköpunar
- Hönnun og umbreyting þjónustu Aðgengileg og fjölbreytt þjónusta fyrir alla
- Upplýsinga- og gagnastýring Gögn og gaman
- Hugbúnaður og ný upplýsingakerfi Stafræn verkefni innan borgarinnar
- Rannsóknir og nýsköpun Þátttaka í alþjóðlegum samstarfsverkefnum
- Ráðstefna um stafræna vegferð borgarinnar