Upplýs­inga­tækni og notenda­bún­aður

Upplýs­inga­tækni­þjón­usta Reykja­vík­ur­borgar þjónar allri starf­semi borg­ar­innar, en upplýs­inga­tækni er einn helsti drif­kraftur í nýsköpun og endur­mótun á starf­semi hennar. Þá er upplýs­inga­tækni grund­völlur til að bæta þjón­ustu með nútíma­legum hætti og koma á betri samskiptum við íbúa.

Vegferð næstu ára

Ýmsir þættir upplýs­inga­þjón­ustu borg­ar­innar eru nú farnir að nálgast tækni­lega skuld og í mörgum tilvikum þarf að endur­skoða alveg kerfi og ferla. Þá þykir ástæða til að efla traust til þjón­ust­unnar og koma betur til móts við þarfir notenda. Vegferð næstu ára mun því leggja áherslu á ýmsar endur­bætur, meðal annars í rekstri og þjón­ustu, ásamt því skapa samfellu milli þróunar og reksturs upplýs­inga­tækni­inn­viða borg­ar­innar.

Office 365

Einn mest notaði hugbún­að­urinn innan borg­ar­innar er Microsoft Office. Nú stendur til að færa Office-aðganga starfs­fólks alfarið yfir í Office 365, þar sem gögn borg­ar­innar verða vistuð í gagna­verum. Þetta er því fyrsta skrefið í því að leggja niður tölvu­sali borg­ar­innar, sem nú eru stað­settir undir sjáv­ar­máli, en innviðir þeirra eru komnir til ára sinna og kominn tími á endur­nýjun.

Sjálfvirkni

Sjálf­virkni­væðing er fram­tíðin. Við stefnum á að minnka óþarfa bakvinnslu­vinnu og hlaup með pappír og gerum ferlana frekar sjálf­virka. Draum­urinn er að starfs­fólk og íbúar hafi aðgang að þekk­ingu og leiðum til að afgreiða sig sem mest sjálf. Þannig er hægt að beina tækni­legri ráðgjöf og stuðn­ingi til þeirra sem mest þurfa á slíku að halda.

Yfirsýn

Lykillinn að bættri þjón­ustu er betri yfirsýn. Þetta á jafnt við um þjón­ustu­þætti, fjármál, starfs­fólk, framboð á tækni og svo margt fleira. Með því að hafa góða yfirsýn getum við straum­línu­lagað alla þjón­ustu og gert hana aðgengi­legri og skilj­an­legri.

Eftirlit

Gæði þjón­ust­unnar er okkur hjartans mál. Með því að auka reglu­bundið eftirlit með kerfum borg­ar­innar tryggjum við öryggi kerf­anna og getum brugðist hraðar við ef eitt­hvað fer úrskeiðis.

Öll þjónusta á einum stað

Stefnt er að því að bjóða upp á þjón­ustugátt á vef, hönnuð með þarfir starfs­fólks í huga. Um er að ræða einskonar vist­kerfi þar sem beiðnir, þekk­ing­ar­grunnur, yfirlit yfir eignir/útstöðvar og vöktun er tengt saman. Gerð verður aðgreining á bilun, þjón­ustu­beiðni eða verk­efn­a­stýrðum verk­efnum og ferlar verða sjálf­virkni­væddir.

Virðissköpun og þverfaglegt samstarf

Flott og dýr tölvu­kerfi eru til lítils ef ekki er rýnt í þarfir notenda fyrst. Eftir þrjú ár stefnum við að því að eftir­far­andi markmið hafi verið uppfyllt:

  • Úthýsing ýmsum rekstrarþáttum og þjónustu
  • Stóraukin hugbúnaðarþróun innan borgarinnar
  • Skýrari þjónustuleiðir fyrir starfsfólk
  • Ný framsetning gjaldskrár
  • Stóraukin fræðsla og sjálfsafgreiðsla starfsfólks
  • Mælanlega betri þjónusta við innri og ytri viðskiptavini