Upplýsingatækni og notendabúnaður
Upplýsingatækniþjónusta Reykjavíkurborgar þjónar allri starfsemi borgarinnar, en upplýsingatækni er einn helsti drifkraftur í nýsköpun og endurmótun á starfsemi hennar. Þá er upplýsingatækni grundvöllur til að bæta þjónustu með nútímalegum hætti og koma á betri samskiptum við íbúa.
Vegferð næstu ára
Ýmsir þættir upplýsingaþjónustu borgarinnar eru nú farnir að nálgast tæknilega skuld og í mörgum tilvikum þarf að endurskoða alveg kerfi og ferla. Þá þykir ástæða til að efla traust til þjónustunnar og koma betur til móts við þarfir notenda. Vegferð næstu ára mun því leggja áherslu á ýmsar endurbætur, meðal annars í rekstri og þjónustu, ásamt því skapa samfellu milli þróunar og reksturs upplýsingatækniinnviða borgarinnar.
Office 365
Einn mest notaði hugbúnaðurinn innan borgarinnar er Microsoft Office. Nú stendur til að færa Office-aðganga starfsfólks alfarið yfir í Office 365, þar sem gögn borgarinnar verða vistuð í gagnaverum. Þetta er því fyrsta skrefið í því að leggja niður tölvusali borgarinnar, sem nú eru staðsettir undir sjávarmáli, en innviðir þeirra eru komnir til ára sinna og kominn tími á endurnýjun.

Sjálfvirkni
Sjálfvirknivæðing er framtíðin. Við stefnum á að minnka óþarfa bakvinnsluvinnu og hlaup með pappír og gerum ferlana frekar sjálfvirka. Draumurinn er að starfsfólk og íbúar hafi aðgang að þekkingu og leiðum til að afgreiða sig sem mest sjálf. Þannig er hægt að beina tæknilegri ráðgjöf og stuðningi til þeirra sem mest þurfa á slíku að halda.
Yfirsýn
Lykillinn að bættri þjónustu er betri yfirsýn. Þetta á jafnt við um þjónustuþætti, fjármál, starfsfólk, framboð á tækni og svo margt fleira. Með því að hafa góða yfirsýn getum við straumlínulagað alla þjónustu og gert hana aðgengilegri og skiljanlegri.
Eftirlit
Gæði þjónustunnar er okkur hjartans mál. Með því að auka reglubundið eftirlit með kerfum borgarinnar tryggjum við öryggi kerfanna og getum brugðist hraðar við ef eitthvað fer úrskeiðis.
Öll þjónusta á einum stað
Stefnt er að því að bjóða upp á þjónustugátt á vef, hönnuð með þarfir starfsfólks í huga. Um er að ræða einskonar vistkerfi þar sem beiðnir, þekkingargrunnur, yfirlit yfir eignir/útstöðvar og vöktun er tengt saman. Gerð verður aðgreining á bilun, þjónustubeiðni eða verkefnastýrðum verkefnum og ferlar verða sjálfvirknivæddir.
Virðissköpun og þverfaglegt samstarf
Flott og dýr tölvukerfi eru til lítils ef ekki er rýnt í þarfir notenda fyrst. Eftir þrjú ár stefnum við að því að eftirfarandi markmið hafi verið uppfyllt:
- Úthýsing ýmsum rekstrarþáttum og þjónustu
- Stóraukin hugbúnaðarþróun innan borgarinnar
- Skýrari þjónustuleiðir fyrir starfsfólk
- Ný framsetning gjaldskrár
- Stóraukin fræðsla og sjálfsafgreiðsla starfsfólks
- Mælanlega betri þjónusta við innri og ytri viðskiptavini
Önnur tengd verkefni
- Aðrar fjárfestingar í stafrænni umbreytingu
- Eltiprentun Aðgangsstýrð miðlæg útprentun
- Snjallmælar Snjallari hita-, raf- og vatnsveitur
- Greiðslukerfi og uppfærsla í upplýsingatækni Nýtt rafrænt greiðslukerfi
- Snjallborgarlausnir USK Fjölbreytt þjónusta í borgarlandinu
- Hönnun og umbreyting þjónustu Aðgengileg og fjölbreytt þjónusta fyrir alla
- Upplýsinga- og gagnastýring Gögn og gaman
- Hugbúnaður og ný upplýsingakerfi Stafræn verkefni innan borgarinnar
- Stafræn umbreyting og rafvæðing ferla Aðgengileg þjónusta á netinu
- Rannsóknir og nýsköpun Þátttaka í alþjóðlegum samstarfsverkefnum
- Ráðstefna um stafræna vegferð borgarinnar